is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39595

Titill: 
  • Nýjar víddir : tengsl skapandi skrifa, eflingar gagnrýninnar hugsunar og áhugahvatar nemenda í ritun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í öllum námsgreinum skólakerfisins er lögð áhersla á rækt við íslenska tungu og að nemendur geti gert hug sínum skil á henni. Í nútímasamfélagi, þar sem framboð upplýsinga er afar mikið, er gagnrýnin hugsun og að nemendur hafi sjálfstraust og færni til að tjá hug sinn, sem og áhugi til að rækta eigið mál í þeim tilgangi, nauðsynlegir eiginleikar. Í verkefninu er leitast við að reifa hvernig og hvort skapandi skrif í íslenskukennslu geti stuðlað að eins verðugum þáttum og áhugahvöt nemenda til ritunar og gagnrýninni hugsun. Til grundvallar liggur rannsóknarspurningin: „Hvernig hefur nám í skapandi skrifum áhrif á gagnrýna hugsun nemenda og áhugahvöt þeirra til ritunar?“ Í því skyni er kafað í kjölinn á rannsóknum og skrifum þeirra sem rannsakað hafa efnið.
    Rannsóknir og fyrri skrif um efnið benda til þess að skapandi skrif geti stuðlað að auknum áhuga nemenda á ritun með því að efla sjálfstæði þeirra og sjálfstraust, auk þess að veita aukið svigrými til að gera hlutina á eigin forsendum. Fyrri skrif leiða einnig líkum að því að skapandi skrif geti aukið víðsýni og gagnrýna hugsun nemenda með því að gera þeim grein fyrir eigin hugsanaferli og með því að fá þá til að að uppgötva margar hliðar ólíkra mála af eigin rammleik. Ljóst er að skapandi skrif má nota á ýmsan hátt í kennslu og er menntagildi þeirra töluvert. Af þeim ástæðum væri vel þess virði að láta reyna á kennslu á þeim í enn meiri mæli en þegar er gert í skólakerfinu.

Samþykkt: 
  • 30.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39595


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefnið, fullunnið.pdf489.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf207.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF