Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/39598
Það hefur sýnt sig að samstarf milli foreldra og starfsmanna leikskóla er mikilvægur liður fyrir menntun barna. Í þessari ritgerð verður foreldrasamstarf skoðað og þá sérstaklega með sjónarhorn foreldra í huga. Tilgangurinn með ritgerðinni er að rýna í foreldrasamstarf, hvernig því er háttað og hvað betur mætti fara til þess að nemendur, foreldrar og kennarar hagnist sem mest. Niðurstöður leiða í ljós að flestir foreldrar eru ánægðir með starf leikskóla og samvinnu við þá. Þó ber á því að foreldrum finnst vanta stutt dagleg samskipti við þá starfsmenn sem hafa eytt tíma með þeirra barni þann daginn. Þessar niðurstöður geta brúað betur bilið milli heimilis og leikskóla og aukið skilning kennara á því hvernig hægt sé að bæta foreldrasamstarfið á þann hátt að allir sem eiga hlut græði; barnið, foreldrarnir og kennarinn.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð til B.Ed. prófs - Foreldrasamstarf í leikskólum. Sýn foreldra á samstarf við starfsfólk leikskóla(pdf).pdf | 472.87 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 1.02 MB | Locked | Declaration of Access |