is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39599

Titill: 
  • Áhrif mismunandi mataræðis á frammistöðu í íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Næring skiptir miklu máli fyrir líkamlega afkastagetu og endurheimt íþróttaiðkennda. Tiltölulega stutt er síðan ýmsir matarkúrar urðu vinsælir meðal almennings og íþróttaiðkennda. Hins vegar hefur lítið verið rannsakað hvort að ákveðið mataræði hafi frammistöðuaukandi áhrif á líkamleg afköst og endurheimt. Í þessari samantekt verður fjallað um niðurstöður rannsókna sem kannað hafa áhrif mismunandi mataræðs á líkamlega afkastagetu og gæði þeirra metin. Notast var við Leiti.is til þess að finna áreiðanlegar heimildir. Þær heimildir sem fengust þaðan voru rannsóknir og yfirlitsgreinar. Einnig voru skoðaðar og metnar þær rannsóknir sem vitnað var í gegnum yfirlitsgreinar. Niðurstöður meiri hluta rannsókna gáfu til kynna að ekki væri neinn viðbótar ávinningur fyrir íþróttaiðkenndur að fylgja einu mataræði fram yfir öðru. Hins vegar er þörf á fleiri rannsóknum. Kostur væri ef framtíðar rannsóknir hefðu stærri úrtök, lengri tíma í eftirfylgni fyrir tiltekið mataræði ásamt fleiri rannsóknum þar sem ekki er tryggt samræmi orkuinntöku milli samanburðarhópa. Þessar niðurstöður gefa því góða hugmynd um að íþróttaiðkenndur þurfi ekki að skuldbinda sig ákveðnu mataræði eða forðast annað til þess að auka líkamlega afkastagetu sína.

Samþykkt: 
  • 30.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39599


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-ATli.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf281.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF