is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39600

Titill: 
  • Börn með tengslaröskun í skólakerfinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tengslamyndun (e. attachment) er hugtak sem notað er yfir sterk tilfinningaleg tengsl milli tveggja einstaklinga og getur hafist strax við fæðingu barns. Frumkvöðlar tengslamyndunar töldu að tengsl í æsku hefðu varanleg áhrif á barn allt fram á fullorðinsár auk þess sem þau hefðu mikil áhrif á geðheilbrigði einstaklinga yfirleitt. Ef grunnþörfum ungabarns er ekki sinnt af umönnunaraðilum getur það mögulega þróað með sér tengslaröskun sem birtist fyrir þriggja ára aldur þess. Börn með tengslaröskun mæta oft verulegum hindrunum í samskiptum við aðra í umhverfi sínu eins og innan veggja grunnskólans þar sem kröfur til þeirra eru oft miklar. Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki og er skylt að sinna barninu og leggja rækt við að mennta börn óháð stöðu þeirra. Þannig eiga öll börn að fá jöfn tækifæri til menntunar. Höfundur hefur starfað sem stuðningsfulltrúi með börnum með tengslaröskun og telur tækifæri til úrbóta að mæta þörfum þeirra. Lagt er upp með rannsóknarspurninguna: „Hvað geta grunnskólarnir gert til að mæta betur þörfum barna með tengslaröskun?“. Höfundur færir rök fyrir því hvað megi bæta í skólastarfinu með tilliti til barna með tengslaröskun.

Samþykkt: 
  • 30.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerðin fullgerð_ATH.pdf441.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir Skemmuna, ATH.pdf171.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF