is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39602

Titill: 
  • „Við þrífumst á þessu félagslega“ : upplifun starfsfólks af rafrænu félagsmiðstöðvastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Félagsmiðstöðvastarf ættu flestir að kannast við og ef til vill hafa persónulega reynslu á að nýta sér þá þjónustu sem þar fer fram. Í félagsmiðstöðvum fer fram formlegt og óformlegt nám ásamt því að félagsmiðstöðvar vinna eftir menntunar-, forvarnar-, og afþreyingargildum til að stuðla að þroska og heilbrigði barna og ungmenna. Í mars árið 2020 varð breyting á félagsmiðstöðvastarfi á Íslandi í kjölfar samkomutakmarkana vegna COVID-19 faraldursins. Félagsmiðstöðvum var gert að loka fyrir hefðbundið starf tímabundið og var félagsmiðstöðvastarf þá fært á rafrænt form. Það var í höndum stjórnenda og starfsfólks að skapa þá nýjung sem rafrænt félagsmiðstöðvastarf var. Þessi rannsóknarskýrsla byggir á eigindlegri rannsókn og verður fengist við að svara rannsóknarspurningunni: Hvert er viðhorf starfsfólks félagsmiðstöðva gagnvart rafrænu starfi og hvaða tækifæri sér það í því umhverfi? Tekin voru viðtöl við sex stjórnendur í félagsmiðstöðvum innan Reykjavíkurborgar. Niðurstöðum rannsóknarinnar var skipt í fimm meginþemu og eru þau tilfinningar , hindranir, tækifæri, gildi og fagmennska og vinnustaðamenning. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að viðhorf starfsfólks er misjafnt en gefa einnig til kynna að rafrænt starf býður upp á fjölbreytt tækifæri. Niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að nýta við þróun rafræns félagsmiðstöðvastarfs hér á landi.

Samþykkt: 
  • 30.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Við þrífumst á þessu félagslega Áslaug og Haukur .pdf478,75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_5642 (1).jpg111,25 kBLokaðurYfirlýsingJPG