is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39606

Titill: 
 • ,,Hann er ekki að vera óþekkur, hann er að vera skapandi" : ávinningar og áskoranir við samþættingu nýsköpunarmenntar og grenndarnáms
 • Titill er á ensku ,,He´s not being disobedient, he´s being creative“ : benefits and challenges of integrating innovation education with place-based education
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ég er grunnskólakennari í litlum grunnskóla á Suðurlandi. Fyrra nám mitt í Kaospilot-skólanum í Árósum hefur haft mikil áhrif á kennsluhætti mína og hefur mig alltaf langað til að gefa vinnu nemenda minna aukið gildi sem næði út fyrir veggi kennslustofunnar. Veturinn 2020-2021 samþætti ég kennsluaðferðir nýsköpunarmenntar og grenndarnáms í fyrsta bekk. Markmið þessarar rannsóknar var að gera starfendarannsókn þar sem ég drægi fram og rýndi í ávinninga og áskoranir sem fylgdu þessari samþættingu. Nemendur skoðuðu hjá mér hugmyndina um ,,að vera skapandi“, fengu þjálfun í nýsköpunarvinnu, rannsökuðu samfélagslegt nærumhverfi sitt og unnu nýsköpunarverkefni til að hafa áhrif á það. Ég safnaði gögnum í rannsóknardagbók sem ég skráði í vangaveltur um vinnu mína og nemenda minna; samskipti mín við nemendur og samstarfsaðila og samskipti nemenda sín á milli. Verkefni nemenda nýtti ég einnig sem gögn. Sem dæmi um slík gögn má nefna myndverk nemenda og frumgerðir lausna í hugmyndavinnu. Þegar nemendur unnu sjálfstæða verkefnavinnu framkvæmdi ég vettvangsathuganir, fylgdist með þeim við vinnu og skráði hjá mér það sem greip athygli mína. Niðurstöðurnar sýna að samþætt nám nýsköpunarmenntar og grenndarnáms reyndist góður kostur í kennslu fyrsta bekkjar. Starfið efldi atbeina nemendanna og jók ánægju þeirra í námi. Samþætting nýsköpunarmenntar og grenndarnáms kallar á verkefnamiðaðar vinnuaðferðir og upplifði ég sem kennari að slíkt drægi úr starfstengdri streitu, gerði kennslustundir ánægjulegri og krefðist minni undirbúningstíma. Hins vegar var ákveðin togstreita tengd því að koma slíku námi fyrir í hefðbundnu skólastarfi. Áhugavert væri að skoða frekar hvort kennsla, sem unnin er með verkefnamiðuðum hætti, gæti verið leið til að draga úr starfstengdri streitu kennara og hvernig megi breyta hefðbundnu skólaskipulagi til að slík vinna eigi auðveldar uppdráttar.
  Lykilorð: Sköpun, nýsköpunarmennt, hönnunarhugsun, grenndarnám, samþætting, sköpunargáfa

 • Útdráttur er á ensku

  I am an educator in a small primary school in southern Iceland. Before taking on that position I graduated from the Kaospilot-school in Aarhus. That education has had a great influence on the methods and approaches I choose in my work as a teacher. Through the years I have dreamed of giving my students’ work a greater purpose that would reach out of the classroom walls. The winter of 20202021 I integrated the methods of innovation education and place based education in my work with first grade. The goal of this research was to conduct an action research that would cast a light on the benefits and challenges of integrating the two separate approaches in teaching. My students explored the idea of ,,being creative“, got training in the methods of innovation, explored the community they are growing up in and did innovation work to affect that community. I collected data in a research journal where I registered my thoughts regarding the work I was doing and the work of my students; regarding my communication with students and partners from the community, as well as communications between the students themselves. My students´ projects also became data, for example drawings and prototypes produced in connection to their innovation work. As students worked independently I took field notes, observed them and noted down things that caught my attention. My findings show that it is a good option to invite first grade into projects that integrate innovation education and place based education. The work increased my students agency and their joy of learning. The integration of innovation education and place based education calls for project based methods. That way of working decreased work related stress for me, made for a more enjoyable classroom experience and made preparation demands on me lighter. On the other hand I experienced some tension related to adjusting this alternative method in education to a traditional school environment and system. Further research is needed to explore the potential of project based education as a way to lessen work-related stress in the educators´ occupation. In addition to that it would be interesting to take a better look at how the traditional school system can be developed so that this approach to education can flourish.
  Keywords: Creativity, innovation education, design thinking, place based education, integration.

Samþykkt: 
 • 2.7.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
annakatrínþórarinsdóttirLokaskil030621.pdf2.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf171.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF