is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39607

Titill: 
  • Spurningaspil um átthaga : kennsluleiðbeiningar fyrir grunnskólakennara
  • Titill er á ensku A trivia game on local community knowledge : a teaching guide for elementary school teachers
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að þekkja heimahaga sína er mikilvægur þáttur í uppeldi barna. Þessa þekkingu fá flestir frá nánum ættingjum, vinum og nánasta samfélagi. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar er átthagafræði kennd sem námsgrein og það gerir að verkum að grunnskólinn gegnir mikilvægu hlutverki í að varðveita almenna vitneskju um heimabyggð nemenda. Meistaraverkefnið sem hér er lagt fram snýst um tilraun í kennslu sem fólst í að samþætta átthagafræði við aðrar námsgreinar í þemaverkefni um heimabyggð og hanna ásamt nemendum í 10. bekk átthagafræðispil fyrir nemendur á miðstigi um heimahaga þeirra á Snæfellsnesi. Leiðbeiningar fyrir kennara sem tóku þátt í verkefninu voru hannaðar með margbreytilegan nemendahóp og þá einkum nemendur af erlendum uppruna í huga enda eiga allir nemendur rétt á að fá námstækifæri við hæfi. Kennsluleiðbeiningarnar voru birtar á vef og eiga að hjálpa kennurum annars staðar á landinu að útbúa slíkt spil í samvinnu við nemendur sína um heimahaga þeirra. Kannað var með viðtölum við rýnihópa unglinga sem eru af erlendu bergi brotnir hvaða gildi vinnan við hönnun á spilinu og spurningum um átthagana á Snæfellsnesi hafði fyrir þá. Einnig var tekið viðtal við rýnihóp grunnskólakennara sem tóku þátt í verkefninu um þeirra reynslu af að leggja fyrir og vinna að slíku verkefni með nemendum. Niðurstöðurnar sýndu að nemendum af erlendum uppruna sem tóku þátt í verkefninu fannst skemmtilegt og áhugavert að afla sér upplýsinga um heimahaga sína og vinna með þær. Þeim fannst vinnan við að búa til átthagafræðispil frábrugðin þeirri vinnu sem þeir eru vanir að fást við og vildu fá lengri tíma til að sinna verkefninu. Kennararnir töluðu um að leiðbeiningar á vef væru skýrar og verkefnið í heild vel skipulagt. Bæði nemendur og kennarar komu með nokkrar athugasemdir sem verða skoðaðar. Niðurstöðurnar leiða einnig í ljós að kennsla í margbreytilegum nemendahópi þarf að taka mið af lýðfræðilegri þróun í grunnskólum og grunnskólakennarar þurfa að nota fjölbreyttari kennsluaðferðir en áður í kennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    Becoming familiar with one’s local community is an important part of a child’s development. This knowledge is mostly obtained in close interaction with family, friends and the local community. At a primary and lower secondary school, Grunnskóli Snæfellsbæjar, in a small community on the Snæfellsnes peninsula in Iceland, local community studies are taught as a subject, which results in the school playing an important role in preserving knowledge about the area. The master thesis presented here reports and reflects upon a pedagogical experiment and theme project, where local community studies were integrated with other subjects. The project involved the desigin of a trivia game on local community knowledge, created in collaboration between a team of teachers and 10th grade students and aimed at students at a lower age level. Primary and lower secondary school teachers now have available on the internet a teaching guide that hopefully helps them to create with their students a trivia game on their respective local communities. All students have the right to receive appropriate learning opportunities and the teaching guide is designed with a diverse group of students in mind, in particular students of foreign origin. Interviews with focus groups of adolescents of foreign origin were conducted to find out what value working on the game design and questions about the Snæfellsnes peninsula had for them. Focus group interviews and individual interviews with the teachers involved were also conducted on their experience of working on the project and submitting to students. The findings reveal that students enjoyed the work and were interested in acquiring knowledge on their region and working with it. They found the work on creating a trivia game different from their usual learning activities and wished they’d had had more time to work on it. The teachers found the instructions on the website clear and the project as a whole well organized. Both students and teachers made a few observations which will be considered. The findings also indicate that teaching a diverse group of students must take into consideration democratic development in elementary schools and that elementary school teachers should use more diverse teaching methods in their classrooms.

Samþykkt: 
  • 2.7.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39607


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AdelaMarcelaTurloiu-meistaraverkefni.pdf4.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1.94 MBLokaðurYfirlýsingPDF