is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39608

Titill: 
  • „Þú þarft að hafa breitt bak til að vinna í svona“ : upplifun og reynsla stuðningsfulltrúa af krefjandi hegðun nemenda í grunnskólum
  • Titill er á ensku Experiences of paraprofessionals in working with students with challenging behavior
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar var að skoða hvernig stuðningsfulltrúar í grunnskólum upplifa starf sitt með nemendum sem sýna krefjandi hegðun og hvernig þeim líður í starfi sínu. Fræðilegt sjónarhorn rannsóknarinnar var fyrirbærafræði og mótunarhyggja. Sjónum var beint að hlutverki stuðningsfulltrúa, ábyrgð þeirra í starfi og líðan í þessum aðstæðum. Með því að skoða hvort þeir höfðu fengið fræðslu og kennslu í að takast á við krefjandi hegðun nemenda var hægt að fá mikilvæga innsýn inn í þeirra reynslu og þær hugmyndir sem hún er túlkuð út frá. Þá var einnig horft til þess hvernig umhverfið lék þar hlutverk. Auk þess var sjónum beint að því hvernig stuðningsfulltrúar brugðust við krefjandi hegðun nemenda og sambandi þeirra við nemendur almennt og starfsfólk.
    Þátttakendur rannsóknarinnar voru sex og höfðu allir þá sameiginlegu reynslu að hafa starfað sem stuðningsfulltrúar í grunnskólum með nemendum sem sýndu krefjandi hegðun. Hálf-opin viðtöl voru tekin við þátttakendur og fóru þau fram í eigin persónu og með fjarfundarbúnaði. Við úrvinnslu gagna var þemagreiningu beitt og eftirfarandi þemu greind: 1) Vanlíðan nemenda ástæða fyrir krefjandi hegðun, 2) yfirveguð og góð samskipti best til að koma til móts við nemendur, 3) stuðningsfulltrúi látinn axla ábyrgð á krefjandi hegðun og vinnufriði í skólastofunni, 4) skortur á stuðningi við krefjandi hegðun, 5) samvinna og samtal milli starfsmanna mikilvæg fyrir líðan og 6) undirbúningur og fræðsla fyrir starfið mikilvæg.
    Niðurstöður sýndu að þátttakendur höfðu allir upplifað krefjandi hegðun nemenda, sérstaklega hjá nemendum með einhverfu, athyglisbrest með/án ofvirkni og/eða mótþróaþrjóskuröskun. Þátttakendur töldu vanlíðan vegna umhverfis og áreitis sem nemendurnir höndluðu ekki vera orsök hegðunar þeirra. Þeir töldu þeir að mikilvægt væri að bregðast við með ró og lögðu sig fram við að eiga gott samband og samskipti við nemendur. Þátttakendum fannst vanta fræðslu um hegðun og greiningar nemenda fyrir allt starfsfólk skóla sem og leiðbeiningar um notkun gagnlegra aðferða í starfi með nemendum. Líðan þátttakenda var almennt góð en þeir þættir sem skiptu máli varðandi líðan þeirra voru aðstæður í starfi, stuðningur og samskipti við starfsfólk og fræðsla.
    Af þessum niðurstöðum að dæma er mikilvægt að tryggja fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk skóla til að takast á við krefjandi hegðun nemenda. Stuðla þarf að góðum starfsanda þar sem er mikið álag til að auka vellíðan og úthald starfsmanna. Þá þarf að tryggja að stuðningsfulltrúar fái stuðning til að takast á við krefjandi hegðun nemenda.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this study was to qualitatively examine paraprofessionals’ experience working with students with challenging behavior as well as their work-related well-being, from a phenomenological and social constructionist perspective. The paraprofessionals’ roles, responsibilities, and feelings in these situations were investigated. An examination of the amount of instruction they reported having received concerning how to address behavioral challenges, allowed for an insight into their experience. Additionally, effects of the school environment in this context, the paraprofessionals’ responses to challenging behavior, and their relationships with students and school staff also were examined.
    Six paraprofessionals participated in the study, all of whom worked with students with challenging behavior. Semi-structured interviews were conducted with participants and data was analyzed using thematic analysis. Themes identified included: 1) student distress as a cause of challenging behavior; 2) calm, positive communication most effective for meeting student needs; 3) paraprofessional made responsible for addressing challenging behavior and maintaining a peaceful classroom environment; 4) lack of support for addressing challenging behavior; 5) staff collaboration and communication important for well-being; and 6) importance of preparation and in-service training.
    The results of the current study revealed that all participants had experienced challenging student behavior, particularly among students with autism, attention-deficit hyperactivity disorder, and oppositional defiant disorder. Participants all reported believing that the students’ behavior was caused by discomfort from not being able to handle environmental stressors. Participants found it important to respond calmly and reported doing their best to maintain a positive relationship and good communication with students. Further, they also expressed a desire for receiving in-service training about student behavior, diagnoses, and effective methods for working with students, for all school staff. Overall, participants reported high work-related well-being, which was affected by their job environment, professional support, communication with co-workers, and in-service training.
    The present findings highlight the importance of ensuring school staff receive sufficient training in effectively addressing student behavior. In this challenging work environment, positive school staff communication also is critical for their well-being and success in providing student support.

Samþykkt: 
  • 2.7.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39608


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árdís Flóra Leifsdóttir 25.maí lokaskil.pdf760.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni 25.maí 2021 Árdís lokaskil.pdf40.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF