is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39609

Titill: 
  • „Það fer svona upp og niður því bylgjan er svona“ : hugmyndir unglinga um bylgjur á streng og yfirborði vatns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um algengar hversdagshugmyndir unglinga um bylgjur á streng og yfirborði vatns. Skoðað er mikilvægi þess að kanna hversdagshugmyndir nemenda fyrir kennslustundir og einnig rýnt í fyrri rannsóknir á efninu. Til eru rannsóknir á hversdagshugmyndum unglinga á sviði náttúruvísinda en þrátt fyrir það hafa hugmyndir þeirra um bylgjur á streng og yfirborði vatns lítið verið skoðaðar. Því var tilvalið að kanna það efni betur með því að rýna í fyrri rannsóknir með tilliti til þeirrar áherslna og með viðtölum og spurningalista sem útbúinn var í þeim tilgangi og innihélt níu spurningar. Alls svöruðu 43 nemendur spurningalistanum. Tekin voru fimm viðtöl við alls átta viðmælendur til að rýna enn frekar í þeirra hugmyndir um viðfangsefnið. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að sumir nemendur eiga í erfiðleikum með að aðskilja hreyfingu efnisins og hreyfingu bylgjunnar. Einnig er það að skilningur, sumra nemenda á bylgjufyrirbærum eins og t.d. bylgjusamliðun, er fjarlægur þeim. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðjast við fyrri rannsóknir um algengar hversdagshugmyndir unglinga um bylgjur á streng og yfirborði vatns.

Samþykkt: 
  • 2.7.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf365.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF
B.Ed Lokaskil Baldvin_ha.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna