is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39611

Titill: 
  • Sundkennsla á yngsta stigi grunnskóla : æfingar, tímaseðlar og leikir
  • Titill er á ensku Complsory school swimming teaching – grades 1-4 : timesheets, drills, and games
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í grunnskólum á Íslandi er sund skólaskylda frá 1. bekk til 10. bekkjar. Á fyrstu tveimur árum nemenda í skólasundi er mikilvægt að huga að vatnsaðlögun þeirra og að þau finni til öryggis í vatni. Þegar nemendur eru komnir í 3. og 4. bekk er farið að huga meira að grunnfærni sundaðferðanna og undirbúa þau fyrir frekara sundnám. Verkefnið skiptist í tvo hluta, fræðilegan hluta og sundhandbók. Í fræðilega hlutanum er fjallað um mikilvægi hreyfinga barna og mikilvæg atriði er koma að sundkennslu þeirra. Þá er fjallað um hæfniviðmið í skólasundi og hvernig þau birtast í aðalnámskrá grunnskólanna. Í fræðilega kaflanum var einnig kannað hver sé upplifun og reynsla sundkennara við grunnskóla á Íslandi. Þessu var svarað með eigindlegri aðferðafræði rannsókn með viðtölum við fjóra sundkennara og leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum:
    • Hvernig má aðlaga sundkennslu með tilliti til nýjunga í sundtækni og kennslufræðilegra áhersluatriða?
    • Hverjir eru mikilvægustu þættir í sundkennslu barna?
    Sundhandbókin er samin í framhaldi af rannsókn höfundar og byggð á þeim nýjungum sem koma fram í fræðilega hluta verkefnisins. Bókinni er skipt upp þar sem fram koma áherslur fyrir hvern árgang í kennslu og mun innhalda æfingar, tímaseðla og leiki sem gott er að nota fyrir nemendur í 1. - 4. bekk grunnskóla. Höfundur vonast til þess að sundkennarar geti nýtt sér sundhandbókina til að gera sundkennsluna fjölbreyttari, skemmtilegri og komið inn þeim nýjungum sem komið hafa fram á síðustu árum.

  • Útdráttur er á ensku

    Students in compulsory schools in Iceland are required to take swim classes from 1st through
    10th grade. During the first two years in swim classes the importance is placed on the students’
    adaptation to water and that they feel safe and comfortable. In third and fourth grade, the
    basic skills of swim strokes are emphasized and the students are prepared for further swim
    lessons.
    The study has two parts, a theoretical portion and a swim handbook. In the theoretical
    part, significance of exercise; important areas of children’s swim lessons; as well as
    competency goals in swim classes, and how they are represented in the national curriculum
    are addressed. Swim teacher’s experience at compulsory schools in Iceland is also explored in
    the theoretical part through qualitative interviews with four swim teachers based on the
    following questions:
    • How can swim lessons be adapted to accommodate new swimming techniques and
    innovative peagogical methods?
    • What are the most important areas of children’s swim lessons
    The swim handbook is written as a continuation of the author’s research and based on the
    findings in the theoretical part of the study. The handbook has four parts, one for each of the
    first four grades, and includes practices, timesheets, and games appropriate for students at
    the age of 6-10 years old. The author hopes that swim teachers will find the swim handbook
    helpful in making swim lessons more versatile, fun and in aiding the implementation of new
    developments to swimming lessons.

Samþykkt: 
  • 2.7.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JónaHelenaBjarnadóttir_greinagerð_Lokaskil.pdf396.05 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
JónaHelenaBjarnadóttir_Sundhandbók_lokaskil.pdf45.9 MBLokaður til...31.12.2036SundhandbókPDF
Skemman-yfirlýsing-greinargerð_JHB.pdf160.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Skemman - yfirlýsing - sundhandbók_JHB.pdf157.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF