is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39612

Titill: 
 • "Ég vissi ekkert að við vorum fátæk…“ : verndandi þættir í umhverfi ungmenna sem ólust upp við fátækt og sýn þeirra til náms
 • Titill er á ensku "I did not know we were poor…" : protective factors in the environment of young people who grew up in poverty and their vision towards education
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin byggir á eigindlegu rannsóknarsniði og á opnum viðtölum við sex ungmenni, þrjár ungar konur og þrjá unga menn, sem öll áttu það sameiginlegt að alast upp við fátækt. Vitað er að alast upp og búa við fátækt getur haft miklar afleiðingar á velferð barna og ungmenna langt fram á fullorðinsár. Að sama skapi er vitað að menntun er stefnumarkandi fyrir ungmenni.
  Markmið rannsóknarinnar var að draga fram sýn ungmenna sem ólust upp við fátækt á aðstæður sínar og þann stuðning sem þeim stóð til boða í skólakerfinu eða í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga. Jafnframt að fá innsýn í hvaða verndandi þættir voru í þeirra nærsamfélagi í erfiðum aðstæðum og hvaða áhættuþætti þau upplifðu í lífi sínu.
  Meginniðurstöður varpa ljósi á að skólaganga þeirra var lituð af erfiðum aðstæðum og að ýmsir þættir innan skólaumhverfisins hafi haft áhrif á líðan þeirra og viðhorf til náms. Viðmælendur bjuggu yfir persónulegum styrkleikum á borð við bjartsýni, trú á eigin getu og úrræðasemi við að nýta stuðning eða leita eftir aðstoð í sínu nærumhverfi og gjarnan út fyrir skólaumhverfið. Sýn þeirra á verndandi þætti í umhverfi sínu sem studdu við seiglu þeirra og framtíðarsýn var dregin fram. Allir viðmælendur lýstu samskiptum sínum við mikilvæga fullorðna í nærumhverfi sínu sem höfðu jákvæð áhrif á framvindu þeirra í námi. Þrátt fyrir að flestir viðmælendur búi að erfiðri upplifun af skólaumhverfinu þá búa þeir að sama skapi yfir jákvæðri sýn til sinnar vegferðar og horfa með bjartsýnum augum til framtíðar. Enn fremur kom fram mikilvægi stuðnings og hvatningar fyrir börn og ungmenni sem alast upp við fátækt.
  Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi þess að leita eftir röddum ungmenna um þeirra bakland, hvaðan þau fengu hvatningu, stuðning og hvaða reynsluheim þau búa að, á skólagöngu sinni. Þannig var hægt að draga fram mikilvægar vísbendingar um hvaða verndandi þættir voru til staðar í þeirra nærsamfélagi. Niðurstöðunum er ætlað að auka skilning fagstétta sem vinna með ungmennum á þáttum sem styrkja börn og ungt fólk. Ásamt því að hvetja þá sem koma að stefnumörkun og stefnumótun á málaflokkum sem snerta börn og ungmenni að byggja á niðurstöðunum rannsóknarinnar.

 • Útdráttur er á ensku

  The study uses a qualitative research format were open interviews were taken with six young people, three young women and three young men, who all had in common growing up in poverty. It is acknowledged that growing up and living in poverty can have far-reaching effects on the well-being of children and young people well into adulthood. Education is one of the fundamental elements for young people’s well-being and growth. This especially applies to children who grow up in poverty.
  The aim of this study was to gain knowledge of young people’s experience of growing up in poverty and to examine the support available to them within the school system or through local social services. The intention was also to highlight which factors were protective factors in their immediate community in difficult situations and which factors were risk factors that affected the young people´s journeys.
  The main findings show that their schooling was affected by their difficult situations and that various factors within the school environment influenced their well-being and attitudes towards education. All research participants had personal strengths such as optimism, confidence in their own abilities and resourcefulness in using support or seeking help in their immediate environment and often outside the school environment. Their views on protective elements in their environment that supported their resilience and their outlook for the future is highlighted. All participants described interactions with important adults in their life that had a positive effect on their academic progress. Despite the fact that most of the participants had difficult experiences within the school environment, they had a positive outlook on their journey and were optimistic about their future. Furthermore, the findings show the importance of support and encouragement for children and young people growing up in poverty.
  The findings emphasize the importance of seeking the voices of young people about experiences during their schooling and where they receive encouragement and support. Important insights on what protective factors were in their local community are discussed. The findings are meant to increase awareness and understanding among those who work with children and young people on what strengthens them as individuals. In addition to encourage authorities to make use of the findings when creating policies and procedures to support young people who grow up with challenges such as poverty.

Samþykkt: 
 • 2.7.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ég vissi ekkert að við vorum fátæk... Nílsína Larsen Einarsdóttir.pdf785.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Nílsína.pdf198.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF