is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39615

Titill: 
  • Foreldraþátttaka : þátttaka foreldra af erlendum uppruna í námi barna þeirra
  • Titill er á ensku Parental involvement : the participation of parents of foreign background in their children‘s education
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var leitað svara við því hvernig þátttaka foreldra af erlendum uppruna er í námi barna þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að skoða með hvaða hætti leikskólarnir leitast við að valdefla foreldra af erlendum uppruna til þátttöku í námi barna þeirra og hvernig foreldrar af erlendum uppruna lýsa upplifun sinni sem þátttakendur í námi barna sinna í leikskólanum. Ritgerðin er byggð á eigindlegri rannsókn sem gerð var í tveimur leikskólum á landsbyggðinni. Tekin voru viðtöl og voru þátttakendur ellefu talsins, tveir leikskólastjórar, fjórir deildarstjórar og fimm foreldrar af erlendum uppruna. Viðfangsefnið var skoðað út frá gagnrýninni fjölmenningarhyggju og fjölmenningarlegri menntun og leitað var í smiðjur James Banks og Soniu Nieto og félagslegum kenningum þar sem stuðst var við kenningu Pierre Bourdieu um félagslega mismunun. Einnig var þátttaka foreldra skoðuð út frá kenningu Joyce Epstein um samstarf skóla og foreldra. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að styðja þurfi betur við þátttöku foreldra af erlendum uppruna. Foreldrar virðast ekki hafa mjög sterka rödd í skólasamfélaginu þar sem leikskólinn leggur línurnar og samstarfið er frekar einhliða. Samt sem áður er stjórnendum mikið í mun að foreldrar upplifi sig velkomna í leikskólann og að þeir hafi eitthvað til málanna að leggja þegar kemur að námi barna þeirra. Lögð er áhersla á gott upplýsingaflæði á milli leikskóla og foreldra en upplýsingar komast ekki alltaf til skila vegna tungumálaerfiðleika. Leikskólarnir leggja áherslu á leikinn sem námsleið en foreldrar virðast sumir hafa aðrar væntingar varðandi nám barna sinna. Talsverður menningarmunur kemur fram bæði á meðal stjórnenda og foreldra þar sem uppruni og menntun vega hvað mest. Þegar á rannsókninni stóð herjaði faraldurinn Covid 19 yfir heimsbyggðina og markaði það bæði rannsóknina sjálfa og niðurstöður hennar. Þar kom skýrt fram mikilvægi góðs samstarfs á milli leikskóla og foreldra og að áfram þarf að þróa og bæta samskipti heimila og skóla í slíkum aðstæðum.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation sought to answer the question of how parents of foreign background participate in their children‘s education. The aim of the study was to explore how preschools seek to empower parents of foreign background to participate in their children‘s education and how parents of foreign background describe their experience as participants in their children‘s education in preschool. The dissertation is based on a qualitative study conducted in two preschools in the countryside in Iceland. Interviews were conducted with eleven participants, two preschool principals, four department heads and five parents of foreign background. Approaches of critical multiculturalism and multicultural education were applied in the study, looking at the writings of James Banks and Sonia Nieto and social theories based on Pierre Bourdieu‘s theory of social discrimination. Parental involvement was also examined in light of Joyce Epstein‘s theory of school-parent collaboration. The main findings of the study indicate that a better support is needed for the participation of parents of foreign background. Parents do not seem to have a very strong voice in the school community as the preschool manages the curriculum and daily activities and the collaboration is rather one-sided. However, it is very important that parents feel welcome in the preschool and that they have something to contribute when it comes to their children‘s education. Emphasis is on good flow of information between preschool and parents, but information is not always delivered successfully due to language difficulties. The preschool program emphasizes learning through play, but some parents seem to have different expectations regarding their children‘s learning. There are considerable cultural differences to be seen between the principals and parents, where origins and education matter most. At the time of the study, the Covid 19 epidemic swept the world, affecting both the study itself and its findings. It clearly stated how important good co-operation is between preschools and parents, and shows that in such challenging situations it is important to take advantage of the opportunities to develop and improve co-operation between preschool and parents.

Samþykkt: 
  • 2.7.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svanhildur Ólafsdóttir_yfirlysing_lokaverkefni_.pdf175.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Svanhildur M. ólafsdóttir-Lokaskil 250521.pdf692.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna