is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39616

Titill: 
 • Saman verðum við ein heild : mótun námsumhverfis í sameinuðum leikskóla
 • Titill er á ensku Together we become one whole
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hér verður sagt frá starfendarannsókn sem unnin var í leikskólanum Jökulheimum sem sameinaðist úr tveimur leikskólum og flutti í nýtt húsnæði haustið 2018. Við breytingarnar urðu miklar mannabreytingar á skömmum tíma og mikið af óreyndu starfsfólki kom til starfa við leikskólann. Markmið rannsóknarinnar var að byggja upp námsumhverfi í anda lærdómssamfélags og yfirfara efnivið leikskólans Jökulheima ásamt því að leggja grunn að farsælu skólastarfi. Rannsóknin var unnin á árunum 2019 – 2021 með hléum vegna Covid19 og anna í skólanum. Gagnaöflun fór fram með hálfopnum einstaklings- og hópviðtölum, vettvangsathugunum og rannsóknardagbók
  Mikilvægir þættir í lærdómssamfélagi er faglegt samstarf, starfsþróun og að hópurinn sé opinn fyrir því að tileinka sér nýja þekkingu. Til að skapa gott lærdómssamfélag þarf hópurinn að hafa sömu sýn á nám og kennslu, stefna að sameiginlegum markmiðum og áherslum til að nota í starfinu og hafa sömu framtíðarsýn. Námsumhverfið á að endurspegla áherslur leikskólans, viðhorf og gildi sem liggja að baki leikskólastarfsinu. Sá efniviður sem er í námsumhverfinu, staðsetning hans og hvernig hann virkar, þrengir og víkkar möguleika barnsins til að vinna með hann. Gæði námsumhverfisins hefur áhrif á leik og nám barna, þ.e. leikskólabyggingin sjálf, skipulag á deildum og sá búnaður og efniviður sem umhverfið hefur að geyma.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að starfendarannsóknin hefur lagt grunninn að farsælu skólastarfi. Þátttakendur voru sammála um að ferlið hafi verið það sem starfsmannahópurinn þurfti á að halda á þeim tíma þegar verið var að koma sér fyrir í nýju húsnæði og mikil ringulreið átti sér stað. Einnig voru þeir sammála um að rannsóknin hafi haft áhrif á sameiningarferli leikskólans og að sú þekking sem hún skilaði sé eitthvað sem leikskólinn Jöklulheimar á sameiginlegt og þjappaði hópnum saman. Þátttakendur sjá fyrir sér að framtíðin sé björt og vilja halda áfram að þróa námsumhverfið. Einnig telja þeir sig mun meðvitaðri um námsumhverfið og efniviðinn og eru farin að sjá það smitast til annarra starfsmanna.

 • Útdráttur er á ensku

  In autumn 2018 two preschools joined forces, moved into a renovated building and the preschool Jökulheimar was founded. Right at the beginning there were many changes in the employees’ group and many new educators with no experience started work in the preschool, and therefore it was necessary to establish a common ground for a successful education. This research follows the merger and the aim was to build a learning community about the learning environment and play material used in Jökulheimar. The research was conducted in the years 2019-2021 intermittently due to Covid-19 and other schoolwork. Data collection took place through semi-open individual and group interviews, observations and research diaries.
  Important aspects of the learning community are professional cooperation, professional development and acquiring new knowledge. In order to create a good learning community, the group must have shared understanding and vision of education and teaching as well as aiming for common goals and values to use in practice. The learning environment should reflect the preschool’s emphasis along with beliefs and values that are highlighted. The material placed in the learning environment, its location and function, narrows and expands the child's ability to work with it. The quality of the learning environment affects the education and play, for example the school building itself, the arrangement of the classroom as well as the equipment and materials.
  The results of the research show that the project has established a common ground for a successful education. The employees agreed that the process was exactly what they needed at that time when the moving took place and there was a great deal of confusion. They also agreed that the project had influenced the merger as well as pushed the group together and the knowledge that it provided is something that will help the preschool move towards the goal. The participants see that the future is bright, and they want to continue to develop the learning environment. They also consider themselves more aware of the learning environment and the material and they are beginning to see changes with other educators as well.

Samþykkt: 
 • 2.7.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed verkefni-Svava Kristín Þorsteinsdóttir.pdf706.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_lokaverkefni_Svava Kristín.pdf97.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF