is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39618

Titill: 
 • Samskipti heimila og grunnskóla á Íslandi : tengjumst - kennarar og foreldrar barna af erlendum uppruna : myndband og fræðsluefni á tengjumst.hi.is
 • Titill er á spænsku Comunicación entre hogares y escuelas primarias en Islandia
 • Titill er á óskilgreindu tungumáli Współpraca domu i szkoły podstawowej na Islandii
 • Titill er á óskilgreindu tungumáli لتواصل بين الأسر والمدارس الابتدائية في أيسلندا
 • Titill er á ensku Communication between homes and compulsory schools in Iceland : connect - teachers and parents of immigrant children
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samskipti heimila og grunnskóla á Íslandi er myndband og vefsíða, eitt af fjórum meistaraverkefnum undir regnhlífinni Tengjumst – kennarar og foreldrar barna af erlendum uppruna. Sameiginlegt markmið okkar var að búa til fræðsluefni fyrir foreldra til þess að styrkja tengsl þeirra og grunnskóla, í þágu barnanna. Myndböndin eru á arabísku, íslensku, pólsku og spænsku og birt á vefnum tengjumst.hi.is
  Markmið þessa verkefnis er að veita foreldrum upplýsingar um það hvernig samskiptum við grunnskóla á Íslandi er háttað í megindráttum og hvað það skiptir miklu máli að foreldrar séu vel upplýstir. Verkefnið er byggt á líkani Epstein um foreldraþátttöku, aðalnámskrá grunnskóla og lögum um grunnskóla sem og íslenskum rannsóknum á þessu sviði.
  Niðurstaðan, sem kynnt er í myndbandinu, er sú að virðing þurfi að ríkja í samskiptum milli heimilis og skóla því ef samskipti séu góð sé líklegra að skólaganga barnsins verði árangursrík. Hefðir og venjur eru misjafnar á milli skóla og því er mikilvægt að foreldrar séu vel upplýstir. Með góðu upplýsingaflæði stefna allir í sömu átt. Foreldrar mæta að jafnaði tvisvar sinnum í foreldraviðtöl á hverju skólaári, kennari boðar viðtalið og er þar vettvangur fyrir aðila að setjast niður og fara yfir stöðu barnsins í skólanum.
  Vinnan við þetta meistaraverkefni jók hæfni mína til að vinna í hópi. Það var ótrúlegt hvað samvinnan gaf mikið í vinnuferlinu og mæli ég hiklaust með þessari aðferð til að vinna lokaverkefni. Samvinnan er undirstöðuatriði í allri kennslu.
  Myndbandið Samskipti heimila og grunnskóla á Íslandi er framleitt í samstarfi fjögurra meistaranema, leiðbeinanda okkar, kvikmyndatökumanna af kennslusviði Háskóla Íslands, þýðenda og vina okkar sem léku í myndböndunum.

 • Útdráttur er á ensku

  Communication between homes and compulsory schools in Iceland is a video and a website, one of four master thesis under the umbrella term Connect – teachers and parents of immigrant children. Our common goal was to create educational material for parents to strengthen their relationship with compulsory schools, for the benefit of the children. The videos are in Arabic, Icelandic, Polish and Spanish and will be published on the website tengjumst.hi.is.
  The aim of this project is to inform parents how communication with compulsory schools in Iceland is structured in general and how important it is for parents to be well informed. The project is based on Epstein´s model on parental participation, the national curriculum guide for compulsory schools in Iceland and the Act on compulsory schools, as well as on some research in the field. The conclusion, which is presented in the video, is that respect needs to prevail in communication between home and school, because if it is good the child´s schooling is more likely to be successful. Traditions and customs vary between schools so it is important that parents are well informed. With a good flow of information everyone is heading in the same direction. Parents usually attend a parent-teacher interview twice each school year, the interview scheduled by the teacher, where both parties sit down and review the child´s performance in school.
  Working on my master´s thesis increased my ability to work with in a team. It was amazing how fruitful the collaboration was in the work process and I definitely recommend this method for working on a thesis. Cooperation is a fundamental element in all teaching. The video Communication between homes and compulsory schools in Iceland is produced in collaboration with four master´s students, our supervisor, cinematographers from the University of Iceland, translators and our friends who performed in the videos.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 2.7.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39618


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdimar UnnarJohannsson - lokaskil.6:6docx.pdf6.3 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
VUJ yfirlýsing Skemman.pdf117.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF