is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39619

Titill: 
 • Skóli fyrir alla : mikilvægi þess að tilheyra skólasamfélagi sínu
 • Titill er á ensku Inclusion in education : the importance of belonging in one's school community
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Allar manneskjur eiga það sameiginlegt að hafa ríka þörf fyrir að tilheyra og finna að þær skipta máli. Það getur verið að tilheyra fjölskyldu, vinahópi, skólasamfélagi, tómstundastarfi eða því samfélagi sem manneskjan býr í. Samfélagið á Íslandi er stöðugt að verða margbreytilegra og fjölmenning að aukast. Fjölbreytileiki nemendahópa í íslenskum skólum er því sífellt að verða meiri, hvort sem horft er til menningarlegs eða félagslegs bakgrunns nemenda. Eitt meginhlutverk grunnskóla er að búa nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi og mikilvægt er að skólakerfið stuðli að jafnrétti og lýðræði þannig að allir geti orðið viðurkenndir og virkir samfélagsþegnar óháð bakgrunni eða samfélagstöðu.
  Rannsóknin sem hér er sagt frá var starfendarannsókn þar sem ég var bæði rannsakandinn og viðfangsefnið ásamt nemendum mínum og samstarfsfólki. Megintilgangurinn var að stuðla að velferð og vellíðan nemenda. Markmiðið var að skoða eigin starfshætti við að vinna að vellíðan nemenda og rýna í áhrif þeirrar vinnu á mig sem kennara. Ég safnaði fjölbreyttum gögnum um kennsluna mína og skólastarfið, upplýsingum um samsetningu skólahópsins og ljósmyndum af verkefnum nemenda. Ég hélt rannsóknardagbók, tók viðtöl við nemendur og sendi samkennurum og stjórnendum spurningar. Við greiningu gagna studdist ég við viðmið um starfendarannsóknir og þemagreiningu.
  Helstu niðurstöður eru þær að ég greindi að mikilvægt er að allt skólastarf einkennist af umhyggju og stuðli að vellíðan allra nemenda í skólanum og fagni fjölbreytileika þeirra. Í vinnu minni sem sérkennari skiptir miklu máli að ég sýni nemendum mínum persónulegan áhuga, jákvæðni, hlýju, þolinmæði og umburðarlyndi og að ég horfi á ólíkan félags- og menningarheim þeirra sem auðlind. Til þess að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu og fá fram sjónarhorn þeirra þarf ég fyrst að tryggja að nemendur finni að þeir séu öruggir og tilheyri hópnum. Með velferð allra nemenda að leiðarljósi og ígrundun eigin starfshátta verðum við sem skólafólk og samfélag betur í stakk búin til að þróa skóla sem er fyrir alla.

 • Útdráttur er á ensku

  All human beings have in common a rich need to belong and feel that they matter. It may be belonging to a family, a group of friends, a school community, a leisure group or the community in which the person lives. Icelandic society is constantly becoming more diverse and multiculturalism is increasing. The diversity of student groups in Icelandic schools is therefore becoming greater, whether student's cultural or social background is considered. One of the main functions of compulsory schools is to prepare students for active participation in a democratic society, and it is important that the school system promotes equality and democracy so that everyone can become recognized and active members of society regardless of background or community status.
  The research presented here was an action research. I was both the researcher and the subject of the research, along with my students and colleagues. The main purpose was to promote the welfare and well-being of students. The aim was to examine my own practices in working towards students' wellbeing and scrutinise the impact of that work on me as a teacher. I collected a wide range of data of my teaching practices and other school activities, information about the student and teacher group and photographs of my students’ projects. I kept a research journal, interviewed students and sent questions to fellow teachers and the school administrators. In analysing data, I was supported by criteria for action research and thematic analysis.
  The main findings show that I realised that it is important that all school activities are characterised by caring and contributing to the well-being of all students in the school and celebrating their diversity. In my work as a special education need teacher it is important that I show personal interest to my students, positivity, warmth, patience and tolerance, and that I see their different social and cultural backgrounds as a resource. To induce and strengthen students' awareness of their own influence on the school activities and to get their perspective, I first need to make sure that students feel safe and that they belong to the group. With the welfare of all students as a guiding principle and reflection of our own practices, we educators and as a society will be better equipped to develop a school that is suited for everyone.

Samþykkt: 
 • 2.7.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skóli fyrir alla - Mikilvægi þess að tilheyra skólasamfélagi sínu-Þorbjörg Lilja Jónsdóttir.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Lokaritgerð.pdf177.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF