Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3962
Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.A – prófs við þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands, vormisseri 2009. Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir samstarfi milli foreldra og skóla með áherslu á réttindi og skyldur foreldra. Tilgangurinn er að varpa ljósi á stöðu foreldra og möguleika þeirra til að hafa áhrif á um hagi barna sinna innan skólans. Fjallað verður fyrst almennt um ríkjandi hugmyndir um hvað foreldrasamstarf snýst. Það hlutverk og hvaða skyldur foreldrar hafa og skólans hins vegar til að láta samstarfið ganga upp á farsælan hátt. Mikilvægt er að skólinn noti fjölbreyttar leiðir til að hafa samskipti við foreldra, því sumar leiðir henta ekki öllum. Hindranir geta komið upp í samstarfinu og geta það verið ýmsar ástæður af hverju foreldrar eru ekki í samstarfi við skólann t.d. vegna mikilla atvinnuþátttöku beggja foreldra, hafa lítinn tíma, persónulegir erfiðleikar foreldra, foreldrar sem búa langt frá skólanum ofl. Rannsóknir sýna að upplifun foreldra í samstarfinu er, að þeim finnst ekki hlustað sé á þá þegar kemur að hag barna þeirra, skólinn koma ekki á móts við þá og kennarinn hafi aðeins samband við þá þegar upp koma vandamál. Samstarf milli foreldra og skóla felst fyrst og fremst í mannlegum samskiptum og upp geta komið mál sem foreldrar og kennarar þurfa að takast á við. Við lausn þessara mála þarf að ríkja réttlæti, siðferði og trúnaður til að þessi mál leysist án vandkvæða. Þegar allt þetta er til staðar verður ávinningur bæði fyrir foreldra og skólann.
Lykilorð: Siðferði, trúnaður, samskipti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Foreldrasamstarf.pdf | 329,61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |