is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39620

Titill: 
 • Að ræða og snæða : lýðræðisleg vinnubrögð í matmálstímum leikskólabarna
 • Titill er á ensku Talking and eating : democratic working methods in the mealtimes of preschool children
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að leita svara við því hvort lýðræði og valdefling birtist í matmálstímum yngstu barnanna í Matstofu og Borðstofu í leikskólanum Aðalþingi, en það voru þeir þættir sem lágu til grundvallar þegar fyrirkomulagi matmálstímanna var breytt úr hefðbundu fyrirkomulagi. Tilgangurinn var að skoða betur hvernig starfshættir kennaranna og námsumhverfi barnanna stuðla að lýðræði og valdeflingu og hvernig börnin upplifa matmálstímana í Matstofu og Borðstofu.
  Rannsóknin er tilviksrannsókn sem fór fram í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi og þátttakendur í rannsókninni voru kennarar og börn á yngri gangi leikskólans. Börnin eru tveggja til fjögurra ára gömul (fædd á árunum 2017-2019) og var gagnaöflun í formi myndbanda og skrifa í rannsóknardagbók.
  Leikskólinn sem um ræðir starfar í anda Reggio Emilia og þar sem grunnur slíks leikskólastarfs er lýðræði ákváðu kennarar skólans fyrir nokkrum árum síðan að leggja aukna áherslu á lýðræði og valdeflingu í matmálstímum leikskólabarnanna en hafði verið gert áður. Niðurstöður benda til þess að lýðræði og valdefling birtist greinilega í matmálstímum barnanna í Matstofu og Borðstofu, þó þessir þættir birtist ekki alveg á sama hátt á báðum stöðunum og gæti það verið vegna aldursmunar barnanna. Niðurstöður benda einnig til þess að námsumhverfi barnanna í matmálstímunum stuðli að lýðræði og valdeflingu og að starfshættir kennaranna einkennist að miklu leyti af uppbyggilegu hrósi og hvatningu til barnanna. Niðurstöðurnar geta veitt leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla mikilvæga þekkingu á matmálstímum leikskólabarna og einnig almenna þekkingu á því hvað námsrými er og hvar hægt er að vinna með áherslur eins og lýðræði og valdeflingu. Einnig geta niðurstöðurnar veitt þekkingu um það hvernig börnin virðast upplifa matmálstímana á jákvæðan máta, þar sem vellíðan þeirra birtist meðal annars í samræðum þeirra á milli.

 • Útdráttur er á ensku

  The main aim of this study is to find an answer to whether democracy and empowerment are evident in the mealtimes of the youngest children in the dining rooms called Matstofa and Borðstofa in the preschool Aðalþing. These were the factors that formed the basis for changing the mealtimes from the traditional arrangement. The purpose is to take a closer look at how the teachers' working methods and the children's learning environment contribute to democracy and empowerment and how the children seem to experience the mealtimes in Matstofa and Borðstofa.
  The study is a case study that took place in the preschool Aðalþing in Kópavogur, the participants in the study were teachers and the youngest children in the preschool. The children are two to four years old (born in the years 2017-2019) and data collection was in the form of videos and writing in a research diary.
  The preschool in question operates in the spirit of Reggio Emilia and since the basis of such preschool work is democracy, the school's teachers decided a few years ago to place more emphasis on democracy and empowerment in the children's mealtimes than had been done before. The results indicate that democracy and empowerment are evident in the children's mealtimes in Matstofa and Borðstofa, although these factors do not appear in exactly the same way in both places, which could be due to the age difference of the children. The results also indicate that the children's learning environment during mealtimes promotes democracy and empowerment, and that the teachers' working methods are largely characterized by constructive praise and encouragement for the children. The results can provide preschool teachers and other preschool staff with important knowledge of preschool children's mealtimes as well as general knowledge of what space is a learning space and where it is possible to work with emphasis such as democracy and empowerment. The results can also provide knowledge about how the children seem to experience mealtimes in a positive way, as their well-being is reflected, among other things, in conversations between them.

Samþykkt: 
 • 2.7.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39620


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. Þórhildur Ýr Arnardóttir.pdf616.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf173.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF