is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39623

Titill: 
 • Um aukaskattheimtu konungs af hans landi Íslandi. Stríðshjálpin 1679-1692
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Stríðshjálpin 1681 var skattur sem krafist var af Íslendingum vegna útgjalda Dana í Skánarstríðinu, sem þeir háðu við Svía. Hér er fjallað um stríðshjálparskattinn frá mörgum sjónarhornum, greinargerð um fyrri rannsóknir á honum er gerð, saga stríðshjálparinnar
  er rakin, hvernig hún kom til, hvernig skatturinn var innheimtur, sagt er frá viðbrögðum valdsmanna í landinu voru við stríðshjálpinni og hverjir eftirmálar skattheimtunnar voru. Einnig er stríðshjálpin sett í samhengi annarra útboða og fjárkrafa konungsvaldsins vegna hernaðar og gerð er grein fyrir skattakerfi 17. aldar.
  Rót stríðshjálparinnar er rakin til dansks stríðsskatts sem einnig var innheimtur vegna Skánarstríðsins en bæði fyrr og oftar. Réttarsöguleg athugun á lögmæti stríðshjálparskattheimtunnar er gerð í ljósi ummæla við upphaf 20. aldar um ólögmæti aukaskattheimtu konungsvaldsins á Íslandi. Þá er umfjöllun um áhrif stríðshjálparinnar á
  jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og þeirri keningu varpað fram að ein af ástæðum þess að ráðist var í jarðabókargerð við upphaf 18. aldar hafi verið reynsla stjórnvalda af stríðshjálparskattheimtunni. Samanburður á utanríkis- og skattamálum Íslands og Færeyja við lok 17. aldar er gerður í ritgerðinni til að varpa ljósi á stöðu
  Íslands undir dönsku krúnunni, enda var mikill munur á aðstöðu þessara landa hvað varðar herskattlagningu og nálægð við átök.

Samþykkt: 
 • 5.7.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
um aukaskattheimtu_Gunnar Marel.pdf548.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna