is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39628

Titill: 
  • Förum út! : greinargerð um hugmyndabók til að efla útivist í starfi félagsmiðstöðva
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við mannfólkið stöndum frammi fyrir miklum áskorunum í umhverfismálum. Við þurfum að vernda náttúruna okkar frá skaðlegum áhrifum mannsins og til þess þurfum við öll að kunna að meta og skilja náttúruna. Rannsóknir sýna að það sé sterkt samband á milli náttúrutengsla og sjálfbærra viðhorfa en endurteknar upplifanir í náttúrunni geta meðal annars stuðlað að náttúrutengslum. Í nútímasamfélaginu sem við lifum í færist „upplifun“ af náttúrunni í auknu mæli í gegnum tæknina og við fjarlægjumst náttúrunni. Rannsóknir hafa einnig sýnt að unglingar séu minna úti í náttúrunni en börn og fullorðnir en það skiptir miklu máli að þeir læri að elska náttúruna. Unglingar standa frammi fyrir miklum breytinum vegna umhverfismála og þeir eru einnig að fara að ala upp næstu kynslóð. Félagsmiðstöðvastarf er kjörinn vettvangur til þess að auka útivist hjá unglingum. Þessi greinargerð er hluti af 10 eininga lokaverkefni til B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Verkefninu er skipt í tvo hluta, greinargerð og bók. Greinargerðin byggir á fræðilegu efni sem tengist náttúrunni og útiveru unglinga. Þar má nefna umhverfismál, náttúrutengsl unglinga ásamt þeim menntunartækifærum sem finnast í náttúrunni. Bókin er samansafn af upplýsingum fyrir leiðbeinendur í félagsmiðstöðvastarfi og inniheldur hún meðal annars útileiki, uppskriftir, búnaðarlista og fleira. Markmiðið með verkefninu er að hvetja leiðbeinendur til að nýta útivist í félagsmiðstöðvastarfi með unglingum.

Samþykkt: 
  • 4.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Förum út - hugmyndabók.pdf94,48 MBLokaður til...31.05.2141HugmyndabókPDF
Greinargerð - Berglind.pdf345,23 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
yfirlysing_lokaverkefni_BBA.pdf413,51 kBLokaðurYfirlýsingPDF