is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39633

Titill: 
  • Uppeldi barna með ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur greiningum barna með taugaröskunina athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) fjölgað mikið. Einkenni ADHD geta haft hamlandi áhrif á líf barna. Foreldrar gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna og skipta aðferðir foreldra í uppeldi barnanna miklu máli. Þar sem einkenni ADHD geta haft hamlandi áhrif á líf barna er mikilvægt að foreldrar hafi vitneskju um þær aðferðir sem gætu dregið úr þessum einkennum og stuðlað að velferð barnanna. Markmið þessarar ritgerðar er að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig geta foreldrar barna með ADHD hagað uppeldi með þarfir barnsins í huga og hvaða aðferðir þykja ákjósanlegar til að ná því markmið? Ritgerðin er fræðileg heimildaritgerð þar sem stuðst er við fyrirliggjandi rannsóknir og gögn. Í ritgerðinni er fjallað um ýmsar uppeldisaðferðir sem geta hentað börnum með ADHD. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að þær uppeldisaðferðir sem eru ákjósanlegastar eru í grunninn þær sömu og henta börnum sem ekki eru með ADHD. Þar má nefna leiðandi uppeldishætti og meðvitað uppeldi. Það eru þó nokkur atriði sem vert er að hafa í huga í uppeldi barna með ADHD, s.s. þörf fyrir aukna hvatningu, rútínu, tíðari og umfangsminni hrós ásamt auknum stuðningi foreldra við félags- og tilfinningafærni barna sinna.

Samþykkt: 
  • 4.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39633


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_verkefni_Lokaskil.pdf496.71 kBLokaður til...31.05.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf30.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF