is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39634

Titill: 
  • Leiklistarkennsla og nemendur með ADHD : skapandi skólastarf í skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed.- prófs í faggreinakennslu við Háskóla Íslands. Fjallað verður um börn sem eru greind með athyglisbrest með ofvirkni, sem þekkist einnig undir skammstöfuninni ADHD, og leiklistarkennslu. Fjallað verður um röskunina sjálfa ásamt fylgiröskunum og lyfjagjöfum, en einnig verður skoðað hvaða þjónusta og aðferðir henta best fyrir nemendur með ADHD. Leiklistarkennsla og leiklist sem kennsluaðferð verður skoðuð í því ljósi að sjá hvernig ADHD börnum vegnar í slíku kennsluumhverfi. Í þessari ritgerð verður leitast við að svara því hvaða áhrif leiklistarkennsla sem listgrein og kennsluaðferð getur haft á nemendur með ADHD en niðurstöður rannsókna sýna að börn með þessa röskun eru almennt meira skapandi og blómstra oft í listkennslu. Í þessari ritgerð er stuðst við skrif fræðimanna, stefnulýsingar skóla án aðgreiningar skoðaðar ásamt handbókum og greinum um leiklistarkennslu.

Samþykkt: 
  • 4.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed LOKAÚTGÁFA.pdf394.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing lokaverkefnis.pdf179.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF