is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39638

Titill: 
 • "Það eru bara allir saman að gera þennan eina hlut" : upplifun fólks á kórastarfi sínu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kórastarf er tómstund sem að margir taka þátt í hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Þátttaka í kór getur haft mikinn ávinning fyrir fólk og er talið bæta félagslíf þess. Einnig getur hún haft góð áhrif á líkamlega sem og andlega heilsu þess.
  Þessi rannsóknarskýrsla byggir á eigindlegri rannsókn sem hafði þann tilgang að svara rannsóknarspurningunni: Hver er upplifun fólks af starfi sínu í kór?
  Markmið rannsóknarinnar var að auka við þá fræðilegu þekkingu sem er þegar til staðar á íslensku kórastarfi ásamt því að dýpka þekkingu tómstunda- og félagsmálafræðinga á kórastarfi sem tómstund.
  Tekin voru fjögur einstaklingsviðtöl við fólk sem eru í blönduðum kórum og hafa verið í kór í að minnsta kosti tvö ár. Niðurstöðurnar gáfu í ljós þrjú þemu og eitt undir þema sem voru félagslegur ávinningur sem hafði undir þemað ferðalög, þá voru hin tvö þemun tilfinningar og COVID–19.
  Upplifanir viðmælandana voru frekar jákvæðar og kórastarf virðist hafa góð áhrif á þá félagslega, en góð félagsleg tengsl við aðra eykur líkur á jákvæðum tilfinningum. Viðmælendur lýstu flæðisástandi þegar þeir sungu með kórnum sínum en flæði eykur líkur á hamingju. Aftur á móti hafði COVID-19 neikvæð áhrif á kórastarf viðmælenda.

Samþykkt: 
 • 4.8.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokakskil.Ba-ritgerð-Bjarnveig-Dagsdóttir_morefixed.pdf494.5 kBLokaður til...01.01.2060HeildartextiPDF
Bjarnveig_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf137.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF