en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/39640

Title: 
 • Title is in Icelandic Afi minn fór á honum Álfarni: Athugun á beygingu og myndun íslenskra hrossanafna.
Degree: 
 • Master's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Siður hefur verið frá landnámsöld að gefa íslenskum hestum nöfn. Íslensk hrossanöfn hafa oft merkingu, þau tengjast til dæmis útliti og öðrum eiginleikum hesta og mörg hrossanöfn eru dregin af nafnorðum og lýsingarorðum. Nú til dags eru íslenskir hestar bæði á Íslandi og erlendis og árið 2019 voru um 280.000 (lifandi) hross skráð í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins. Nöfn skráðra íslenskra hesta eiga að vera íslensk og tilteknar reglur gilda um þau hrossanöfn sem má skrá í upprunaættbókina. Öll leyfileg hrossanöfn eru skráð í sérstakan nafnabanka í WorldFeng og í október 2019 voru rúmlega 8.800 hrossanöfn í nafnabankanum. Þessi ritgerð, sem er lögð fram til MA-prófs í íslenskri málfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, fjallar um íslensk hrossanöfn. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er beyging hrossanafna en einnig er vikið að myndun þeirra og skoðaðar ólíkar gerðir hrossanafna. Getið er einnig um WorldFeng, skoðuð nöfn sem voru skráð í nafnabanka WorldFengs í október 2019 og farið yfir þær reglur sem gilda um hrossanöfn sem má skrá í nafnabankann. Íslensk hrossanöfn eru hluti af orðaforðanum og þau beygjast líkt og önnur fallorð í málinu. Beyging hrossanafna sem beygjast eftir sterkri beygingu virðist ekki alltaf augljós heldur heyrast í málinu ólíkar beygingarmyndir í einu tilteknu falli. Til að geta skoðað nánar hvers konar tilbrigði í beygingu hrossanafna væru mögulega til í málinu var gerð könnun sem bar heitið Könnun um manna- og hestanöfn fyrir þessa ritgerð. Kannaðar voru þolfalls-, þágufalls- eða eignarfallsmyndir 25 hrossanafna af ólíkum gerðum. Könnunin var lögð fyrir á rafrænu formi á vefnum í desember 2020 og alls tóku rúmlega 1.400 manns þátt í henni.
  Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að talsverð tilbrigði í beygingu sterkra hrossanafna væru til í málinu og ekkert þeirra hrossanafna sem voru valin til skoðunar í könnuninni fékk einungis eina beygingarmynd í þeim föllum sem könnuð voru. Virðist því beyging sumra hrossanafna, sérstaklega nafna sem eru dregin af lýsingarorðum eða eru ekki annars vel þekkt í málinu sem sérnöfn, vera á reiki. Í ritgerðinni er ítarlega farið yfir niðurstöður úr könnuninni og fjallað nánar um þau hrossanöfn sem voru valin í könnunina. Gerð er grein fyrir þeim mörgu ólíku beygingarmyndum sem komu fyrir í könnuninni og þær bornar saman við myndir annarra fallorða í málinu.

 • Since the Settlement of Iceland, Icelandic horses have been named. Icelandic horse names are often descriptive, they are, for instance, drawn from colour, physical characteristics of the horses, gait or other abilities, and many Icelandic horse names are derived from substantives and adjectives. Nowadays Icelandic horses can be found both in Iceland and abroad, and in 2019 the number of registered (living) horses in WorldFengur (the register and studbook of Icelandic horses) was around 280,000. The names of registered Icelandic horses must be Icelandic and specific rules apply in order for names to be registered in the studbook. All permitted names can be found on a special list in WorldFengur and as of October 2019 there were over 8,800 horse names on the list. This thesis, submitted in partial fulfilment of the requirements for the MA degree in Icelandic Linguistics in the Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies of the University of Iceland, discusses Icelandic horse names. The main topic of the thesis is the inflection of Icelandic horse names but their formation will also be addressed and different types of horse names will be examined. The studbook, WorldFengur, will be discussed, the names which were registered in October 2019 will be examined and the criteria for acceptable horse names will be referred to. Icelandic horse names are part of the Icelandic vocabulary and they inflect for case as all other nominals in Icelandic. The inflection of horse names of the strong declensions may not always be obvious and conflicting forms can be found. In order to more closely investigate the variation in the inflection of Icelandic horse names, the online questionnaire Könnun um manna- og hestanöfn was created. Accusative, dative and genitive forms of 25 horse names with different inflectional patterns were examined. The questionnaire was completed online in December 2020 with more than 1,400 participants.
  The results of the questionnaire showed that there is great variation in the inflection of Icelandic horse names, for each horse name there were at least two variant forms in the responses. It appears that the inflection of some horse names is not obvious, especially names derived from adjectives or names which are not generally known to be proper nouns in Icelandic. The results of the questionnaire are discussed extensively and a detailed analysis of the selected names is given. The many different inflectional forms, which were found in the results, are analysed and compared to inflectional forms of other nominals in Icelandic.

Accepted: 
 • Aug 4, 2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39640


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerð Sunna Strandsten.pdf2.03 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing.jpg1.31 MBLockedDeclaration of AccessJPG