is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39641

Titill: 
  • Félagsmiðstöð án aðgreiningar : félagslegur stuðningur fyrir unglinga með fatlanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið skiptist í tvo hluta: annars vegar greinargerð sem er fræðilegur bakgrunnur sem sýnir fram á hvers vegna félagsmiðstöðvar ættu að vera án aðgreiningar. Hins vegar tillögu af því hvernig hægt er að setja af stað starf án aðgreiningar í félagsmiðstöðvum. Í greinargerðinni er fjallað um mikilvægi þess að félagsmiðstöðvar bjóði upp á starf án aðgreiningar, líkt og skólar landsins eru að gera. Hingað til hefur það ekki verið raunin og til þess að það geti orðið að veruleika þarf að eiga sér stað mikil vinna og er fjallað um þá vinnu í tillögunni. Greinargerðin skiptist í nokkra kafla sem varpa ljósi á stöðu fatlaðra barna og unglinga í samfélaginu í dag í tengslum við félagslegri þátttöku þeirra til tómstundaiðkunnar. Fjallað er um fötlun í fræðilegu samhengi, rétt fatlaðra einstaklinga til náms og þátttöku jafnt við aðra, tómstundir og ávinning þeirra, félagslega þátttöku einstaklinga með fatlanir ásamt æskulýðsstarfi og meginhlutverki þess. Einnig var farið af stað með vettvangsrannsókn sem átti sér stað frá ágúst 2020 til desember sama árs.
    Tillagan að félagsmiðstöð án aðgreiningar er sett upp af þeirri vinnu og þeim afrakstri sem átti sér stað á vettvangi. Má þar nefna þá þætti sem jákvæðar afleiðingar höfðu í för með sér og eru því mikilvægir í uppbyggingu sambærilegs starfs. Félagsmiðstöð án aðgreiningar leggur upp með þátttöku allra einstaklinga burt séð frá líkamlegu-og/eða andlegu atgervi þeirra og býður upp á viðeigandi stuðning fyrir þá sem þurfa á honum að halda. Ásamt því er lagt upp með að útrýma fordómum í samfélaginu í garð fatlaðs fólks.

Samþykkt: 
  • 4.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39641


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Félagsmiðstöð án aðgreiningar - BA-verkefni.pdf537,45 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Afurðin.pdf326,97 kBLokaður til...31.05.2032FylgiskjölPDF
Yfirlýsing - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir.pdf202,78 kBLokaðurYfirlýsingPDF