Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39642
Þetta er fræðilegt verkefni skrifað sem lokaritgerð fyrir B.E.d í leikskólafræðum við Háskóla Íslands vorið 2021 og er um leik barna. Erfitt er að skilgreina leik barna á einungis einn hátt, því það er svo mikið sem felst í leiknum og í kringum hann. Svo virðist sem að það sé lítil þekking til staðar hjá bæði foreldrunum og starfsfólki sem vinnur með börnum, á því hvað raunverulega á sér stað þegar börn leika sér. Með þessu verkefni vonast ég eftir því að geta opnað augu fólks á því hversu mikilvægt hlutverk leikurinn hefur fyrir börnin, nám þeirra og þroska. Farið var af stað í þetta verkefni með þá spurningu í huga um það hvort hægt væri að nýta leikinn sem námsleið. Verkefnið er byggt upp á fjórum köflum þar sem fjallað er um leikinn frá mismunandi þáttum meðal annars umhverfinu og kennaranum. Í lokin fáum við svo að vita það að hægt sé að nota leikinn sem námsleið og er þá farið nánar í það í undirköflunum sem eru tveir og eru Leikur og læsi og leikur og stærðfræði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.E.d RITGERÐIN MÍN.pdf | 506.51 kB | Lokaður til...11.01.2060 | Heildartexti | ||
20210519-110047.pdf | 791.8 kB | Lokaður | Yfirlýsing |