is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39646

Titill: 
  • Mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar : áhrif áfalla á unglingsárunum á sjálfsmynd fullorðinsáranna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er í formi fræðilegrar heimildarritgerðar og fjallar um áhrif áfalla á sjálfsmynd. Markmið verkefnisins var að vekja athygli á langtímaafleiðingum sem áföll eða erfið reynsla geta haft á sjálfsmynd og benda á mikilvægi félagslegs stuðnings í nærumhverfi unglinga sem verða fyrir áföllum. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni: Hvaða áhrif geta áföll á unglingsárunum haft á sjálfsmynd einstaklings á fullorðinsárunum? Niðurstöður bentu til þess að áföll og erfið reynsla sem ungmenni verða fyrir getur meðal annars raskað heilbrigðri mótun sjálfsmyndar og getur neikvæð eða brotin sjálfsmynd varað fram á fullorðinsár. Áföll og erfið reynsla getur komið upp á mismunandi þroskaskeiðum, í mismunandi samhengi og átt sér margvísleg upptök. Þá geta þau verið af öllum stærðum og gerðum og eru sumir útsettari fyrir þeim og áhrifunum sem þau geta haft. Þess vegna er mikilvægt að skilja umhverfi sem ungmenni alast upp í og hvernig það getur ýtt undir eða hindrað heilbrigðan þroska þeirra. Unglingsárin eru sérlega viðkvæmur tími fyrir ungmenni sem hafa orðið fyrir eða eru að ganga í gegnum erfiða reynslu vegna sjálfsgagnrýninnar sem er í hámarki á þessu tímabili. Fyrri hluti fullorðinsáranna getur einnig verið krefjandi tími fyrir ungmenni sem eiga sögu um áföll eða erfiða reynslu þar sem þau hafa ekki fengið tækifæri til að þroskast á eðlilegan máta. Fyrir þá getur sjálfsmyndin verið sundruð og viðkvæm þar sem skortur er á samþættingu, reynslu og samhengi yfir langt tímabil. Sjálfsmynd þeirra gæti einnig falið í sér fyrri upplifun úr æskunni eins og sjálfsásökun, skömm, sektarkennd og vanmátt. Neikvæð sjálfsmynd í samspili við erfiða reynslu getur aukið líkur á þunglyndi og kvíða auk ýmissa annarra langvinnra heilsukvilla. Á hinn bóginn getur jákvæð sjálfsmynd verið verndandi þáttur fyrir ýmsa áhættuþætti svo sem sjálfsvígshegðun, vímuefnaneyslu og geðræna erfiðleika. Þess vegna er mikilvægt að grípa ungmenni með sögu um erfiða reynslu sem fyrst, en forvörnum sem beint er að sjálfsmyndinni og skynjaður félagslegur stuðningur eru mikilvægir þættir þegar kemur að því að ákvarða áhrif sem áföll og erfið reynslu í æsku getur haft á einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 4.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi jákv sjálfsmyndar 2021.pdf415.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirlysins 2021.pdf90.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF