is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39648

Titill: 
  • Fjölbreytni í fyrirrúmi : nýting fjölbreyttara lesefnis í bókmenntakennslu á unglingastigi með grunnþætti menntunar að leiðarljósi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er bókmenntakennsla á unglingastigi grunnskóla. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig hægt er að nýta fjölbreyttari bókmenntir, líkt og fantasíubækur, í bókmenntakennslu á unglingastigi grunnskóla, út frá kennslufræðilegu sjónarhorni. Tekinn er fyrir fantasíuþríleikurinn Ljónið, Nornin og Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur og hann skoðaður út frá grunnþáttum menntunar. Fjallað verður ítarlega um grunnþáttinn læsi og mikilvægi hans, ásamt því verður fjallað um bókmenntir og þá þætti sem snerta bókmenntir á einn eða annan hátt. Að lokum verður greint frá fantasíuþríleik Hildar og tekin fyrir dæmi um hvernig grunnþættir menntunar birtast og möguleika þess að nýta hann í kennslu. Gengið var út frá rannsóknarspurningunni: Hvernig er hægt að nýta fjölbreyttara lesefni, líkt og fantasíubækur, í bókmenntakennslu á unglingastigi og um leið að kenna með grunnþætti menntunar að leiðarljósi?. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að fjölbreytni skiptir sköpum í bókmenntakennslu og hafa verið sýnd fram á sterk tengsl áhuga og lestrarfærni, sem og að eftirspurn er eftir fjölbreyttara lesefni, líkt og fantasíubókum.

Samþykkt: 
  • 4.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf211.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF
B.Ed.verkefni-edda:hafdis.pdf476.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna