is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39649

Titill: 
 • Breytingastjórnun : viðbrögð og afleiðingar Covid-19 hjá Ríkisútvarpinu ohf.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um áskoranir sem stjórnendur Ríkisútvarpsins stóðu frammi fyrir þegar krónuveiran ógnaði allri heimsbyggðinni. Tekið er fyrir hugtakið breytingastjórnun sem skilgreint er sem skipulögð nálgun til þess að gera breytingar á skipulagsheildum í fyrirtækjum. Kenningar í breytingastjórnun auðvelda stjórnendum og starfsfólki að greina breytingaþörfina og gera nauðsynlegar breytingar á starfsemi fyrirtækis.
  Rannsóknarspurningin sem leitað verður svara við er:
  „Hverjir voru mikilvægustu þættirnir sem stjórnendur RÚV þurftu að hafa í huga, í því óvissuástandi sem varð til vegna COVID-19?“
  Tekin voru viðtöl við stjórnendur sem tóku þátt í breytingum á allri starfsemi Ríkisútvarpsins. Verkefni þeirra var að halda órofnum rekstri allra miðla þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og aðrar sóttvarnarreglur. Fjallað er um starfsemi RÚV til þess að útskýra hvaða vandamálum stjórnendur stóðu frammi fyrir. Á sama tíma og sóttvarnarreglur voru hertar og venjuleg starfsemi gat ekki haldið áfram var sett aukin krafa frá samfélaginu að Ríkisútvarpið myndi koma til móts við almenning. Það var gert með aukinni dagskrá til að bregðast við breytingum á daglegu lífi fólks. Einnig var stuðst við rannsókn sem var gerð meðal starfsmanna í miðri fyrstu bylgju. Sú rannsókn sýndi fram á stuðning við stjórnendur og ánægju með þær aðgerðir sem farið var í til þess að halda starfsemi miðlana órofinni. Fræðilegi kaflinn fjallar um 8 þrepa módel Kotters og algeng mistök við breytingar samkvæmt Kotter. Einnig er fjallað um kraftagreiningarkenninguna, Þriggja þrepa módel Kurt Lewin og breytingakúrfu Hübler-Ross.
  Niðurstöður benda til þess að þær kenningar sem hafðar voru til hliðsjónar þegar breytingar voru gerðar á fyrirtækinu gerði það að verkum að starfsfólk var vel upplýst um gang mála og undirbúningurinn var til fyrirmyndar. Erfitt er að takast á við ógn sem enginn hefur áður þurft að takast á við, en með samheldnu átaki allra var hægt að framkvæma hluti sem áður var talið ómögulegt. Stjórnendur lærðu mikið af fyrstu bylgjunni sem kom að góðum notum þegar þriðja bylgjan skall á.

Athugasemdir: 
 • Aðstæður okkar allra breyttust þegar COVID-19 faraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Fólk varð hrætt, óöruggt og það var engin undantekning með starfsfólk sem starfar við framleiðslu á sjónvarps- og útvarpsefni. Andlega hlið landans er mikilvægt hagsmunamál og þar varð Ríkisútvarpið að stíga inn og leggja sitt af mörkum.
  Við gagnaöflun tók höfundur viðtöl við stjórnendur og starfsmenn stofnunarinnar um skipulag og undirbúning fyrir breytingar sem þurfti að gera á starfsemi Ríkisútvarpsins.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru lokaðar almenningi og því er útdráttur ritgerðarinnar ekki birtur í heild sinni.
Samþykkt: 
 • 4.8.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39649


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gisli_Berg_Gudlaugsson_BS_lokaverk.pdf2.33 MBLokaður til...01.12.2030HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf541.3 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Gisli_Berg_staðfest_0001.pdf303.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF