is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3965

Titill: 
  • Þjónusta og þörf fyrir störf þroskaþjálfa í Mosfellsbæ fyrir börn á forskólaaldri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þörf fyrir þjónustu þroskaþjálfa í Mosfellsbæ fyrir börn á forskólaaldri auk þess að skoða hvaða þjónusta þeim býðst og af hendi hverra. Í því skyni gerðum við eigindlega rannsókn þar sem við tókum viðtöl við forsvarsmenn félagssviðs Mosfellsbæjar, fagfólk leikskóla og grunnskóla. Auk þess leituðum við eftir því að fá viðhorf foreldra til þjónustunnar en urðum frá að hverfa þar sem við fengum enga sem vildu segja frá sinni upplifun á þjónustunni. Við veltum fyrir okkur hver sýn forráðamanna bæjarfélagsins og skólanna er annars vegar á þjónustunni og veitenda hins vegar. Við einblínum nokkuð á þroskaþjálfa í þessari rannsókn þar sem við teljum að fagþekking þeirra sé vannýtt. Af þeim sökum sé full ástæða til að gera bragabót þar á og teljum við að verkefni eins og þetta geti verið ákveðin vísbending um hvað sé hægt að gera betur og þá hvernig.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna okkur að eftirspurn eftir þroskaþjálfum og ætluð þörf fara ekki saman. Sem dæmi um það þykja flestum viðmælenda að störf þroskaþjálfa innan þjónustu við forskólabörn jákvæð og mikilvæg vinna en svo kemur á móti að ætluð þörf af hendi þjónustuveitanda er ekki mjög sýnileg og viðrist hingað til að hafa verið afmörkuð við börn með greiningar. Að öðru leiti er þjónusta við forskólabörn á aldrinum 4 til 8 ára í sveitafélaginu að mestu leitin bundin við skólana og virðist vera ágætis framboð af tilboðum þar en utan hefðbundis vinnutíma þá er þjónustan lítil sem engin, til dæmis hvað varðar tómstundir og félagslíf.
    Lykilorð: Forskólabörn með fötlun.

Samþykkt: 
  • 7.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf361.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna