Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39650
Rannsóknir hafa sýnt að nemendur hafa mismikinn ávinning af stærðfræðinámi sínu eftir því hvernig verkefni þeir fást við og við hvaða aðstæður þau eru lögð fyrir. Þær hafa sýnt að nemendum gagnist mest að vinna með opin og verðug stærðfræðileg viðfangsefni og er því markmið þessa verkefnis að skilgreina hvað einkennir góð, opin og verðug stærðfræðileg viðfangsefni.
Í upphafi verkefnisins er það skoðað hvað einkennir góð stærðfræðileg viðfangsefni og hvernig hægt er að miðla þeirri þekkingu og hæfni til nemenda sem þeim er ætlað að læra á skólagöngunni. Greinargerðinni fylgir verkefnabók sem inniheldur verkefni af þeirri gerð sem lýst er í fræðilega hlutanum og finna má svo greiningu á þeim í kafla 6.
Það er afar mikilvægt fyrir stærðfræðikennara að veita nemendum sínum góð námstækifæri og eins og leitast verður við að skoða í þessu verkefni er nauðsynlegt að kennarar gefi nemendum tækifæri til þess að glíma við verðug og opin viðfangsefni. Verkefnabókin Leikur að tölum er því gott verkfæri fyrir kennara sem vilja vinna með verðug viðfangsefni í sínum kennslustundum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Elfa 1 Leikur að tölum - greinargerð-Lokaútgáfa.pdf | 507.64 kB | Lokaður til...01.05.2026 | Greinargerð | ||
Elfa Ingvadóttir-Leikur að tölum verkefnabók-lokaútgáfa.pdf | 1.92 MB | Lokaður til...01.05.2026 | Fylgiskjöl | ||
ElfaIngvadóttir-Skemman_yfirlysing.pdf | 219.59 kB | Lokaður | Yfirlýsing |