is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39651

Titill: 
  • Tengsl einhverfu og lyndisraskana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir benda til þess að undanfarin ár hafi orðið töluverð aukning á greiningum einhverfu og lyndisraskana hjá börnum og ungmennum. Möguleg skýring á þessari aukningu er aukin vitundarvakning á einkennum þessara raskana og mikilvægi réttrar íhlutunar. Í þessu verkefni greini ég hver tengsl einhverfu og lyndisraskana eru hjá börnum og ungmennum en upplýsingum var aflað með því að rýna í fræðilegar heimildir og önnur opinber gögn. Þá er greint frá helstu einkennum einhverfu, kvíðaraskana og þunglyndis og áhrifum þeirra á líf einstaklinga. Niðurstöður leiða í ljós að lyndisraskanir líkt og kvíði og þunglyndi eru nokkuð algengar fylgiraskanir einhverfu en talið er að um helmingur einstaklinga á einhverfurófinu upplifa einkenni kvíða þannig að kvíðinn hafi veruleg áhrif á daglegt líf einstaklingsins. Þá er einstaklingur á einhverfurófinu talinn fjórum sinnum líklegri til þess að þjást af ævilöngu þunglyndi heldur en þeir einstaklingar sem ekki hafa greiningu á einhverfurófinu. Þá er farið yfir tengsl þessara raskana en töluverð skörun er á einkennum sem gerir greiningu og meðhöndlun erfiðari, ásamt mögulegum leiðum til íhlutunar. Mikilvægt er fyrir fagaðila sem vinna með einhverfum börnum og ungmennum að vera vakandi fyrir þessum einkennum svo hægt sé að grípa til viðeigandi íhlutunar og aðstoðar án óþarfa tafa.

Samþykkt: 
  • 4.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl einhverfu og lyndisraskana.pdf482.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Staðfesting lokaverkefni Elín Sumarrós Davíðsdóttir.pdf267.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF