Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39661
Í þessu verkefni er skoðaður ávinningur þess að nota söng sem málörvun fyrir börn. Leitað er svara við rannsóknarspurningunni: Hvernig má nota söng til málörvunar með ungum börnum?
Í þeim tilgangi er rýnt í skrif nokkurra fræðimanna á sviði söngs og söngþroska barna. Hagnýtur þáttur verkefnisins fólst í gerð vefsíðu sem að starfsfólk leikskóla getur nýtt sér við gerð söngpoka til notkunar í söngstundum með börnum. Með vefnum fylgir þessi greinagerð sem sýnir skýrt fram á mikilvægi söngs í lífi ungra barna. Í greinagerðinni er fjallað um líf barna í móðurkviði og hvað gerist á þriðja hluta meðgöngunnar, frá móðurkviði yfir í söng með foreldrum og í leikskólum. Við tengjum einnig saman söng og hreyfingu. Einnig er fjallað lítillega um sjálfssprottinn söng. Með vefnum og greinagerðinni viljum við vekja áhuga kennara og foreldra á söng. Markmiðið með lokaverkefninu er að fræða fólk um gildi söngs og vekja athygli á mikilvægi hans sem málörvunartækis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Söngur sem málörvun.pdf | 280.15 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Söngur sem málörvun - vefsíða.pdf | 8.81 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um meðferð lokaverkfnis.pdf | 136.03 kB | Lokaður | Yfirlýsing |