Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39662
Upplýsingatækni teljum við vera orðin óumflýjanlegan þátt í skólastarfi. Íslenska er þar engin undantekning og voru skoðaðar mögulegar ástæður fyrir því hvers vegna tæknin er minna notuð á þeim vettvangi í þessu verkefni. Farið er yfir sögu íslenskukennslu og tilkomu tækninnar og þeirri þróun sem orðið hefur í skólastarfi. Gerð var grein fyrir stefnumálum stjórnvalda er varða tækni á íslenskri tungu. Skólarnir vinna eftir aðalnámskrá grunnskóla og þar kemur skýrt fram að styðjast eigi við upplýsingatækni við kennslu. Spurningin sem lögð er upp með í þessu verkefni er hvort auka megi notkun upplýsingatækni í íslenskukennslu með því að koma til móts við kennara sem óöruggir eru við skrefið sem stíga þarf til að bæta tækni inn í kennslu sína. Markmiðið er því að hvetja þá íslenskukennara sem styttra eru komnir til að nota upplýsingatækni í kennslu sinni til að koma til móts við þarfir nútímanemenda. Þessari greinargerð fylgir handbók með einföldum leiðbeiningum sem ætluð er að auðvelda kennurum og skólastarfsfólki að efla færni sína á sviði upplýsingatækninnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvar er best að byrja Handbók fyrir kennara.pdf | 389.67 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Handbók - PDF skjáskot.pdf | 1.19 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 115.09 kB | Lokaður | Yfirlýsing |