is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39666

Titill: 
  • Gæði kennslu og starfsþróun kennara : um mælikvarða, rannsóknasamstarf og ávinning skólasamfélagsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Starfsþróun kennara ætti að vera svo samofin gæðum kennslu að annað komi nánast ekki upp í hugann án hins. Þannig haldist hugtökin um starfsþróun kennara og gæði kennslu svo í hendur að öll uppbyggileg þróun sem á sér stað á vettvangi kennslu rati nánast viðstöðulaust inn í skólakerfið en fræðasamfélagið er sá vettvangur sem er best til þess fallinn að stunda rannsóknir á þessu sviði. Þannig eru til dæmis Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri í samstarfi við aðra háskóla á Norðurlöndunum um rannsóknir á gæðum kennslu í gegnum QUINT verkefnið. QUINT stendur fyrir Quality in Nordic Teaching og er samstarfsverkefni Norðurlandanna, þar sem áhersla er á staðbundnar rannsóknir og möguleikann á samanburði milli þjóða. Í þessu B.Ed. verkefni er rýnt í hvað felst í QUINT sem heildarhugmynd og hvernig hægt er að nýta greiningarramma PLATO til rannsókna á gæðum kennslu. Það er gert með því að líta til þess sem almennt er talið einkenna áhrifaríka kennsluhætti en þau viðmið speglast í greiningarviðmiðum PLATO. Utanaðkomandi kröfur um gæði og gæðamat eru skoðaðar en hér er átt við menntastefnu, lagaramma og námskrár sem hluta af hringrás stöðugra umbóta. Um niðurstöðu má segja að samstarf Norðurlandanna á þessum vettvangi skilar hvata inn í skólasamfélagið í formi heildarhugmyndar, greiningarramma, rannsóknarmöguleika, hagnýtingu þeirra, auknum samstarfsmöguleikum og umtalssverðum ávinningi til skólasamfélagsins.

Samþykkt: 
  • 5.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gæði kennslu og starfsþróun kennara.pdf946,94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing með lokaverkefni.pdf225,53 kBLokaðurYfirlýsingPDF