is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3967

Titill: 
  • Frá stofnun til sjálfstæðrar búsetu : söguleg þróun í búsetu málefna fatlaðra á Íslandi frá árinu 1930 til dagsins í dag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjallað er um stofnanir og þá hugmyndafræði sem þeim tengdist. Lögin voru skoðuð og athugað hvernig þau lituðust af viðhorfum þess tíma. Læknisfræðileg sjónarmið voru ríkjandi á þessum tíma og einblínt var á skerðinguna en ekki mannveruna. Ekki var mikill munur á aðstæðum fólks miðað við búsetu þess í heiminum. Fólk var dæmt fyrir það eitt að vera með þroskahömlun og kenningar eins og þær að fólk með þroskahömlun hefði óeðlilega mikla kynhvöt, eða ætti fleiri börn vegna skerðingar sinnar, litu dagsins ljós með mannkynbótastefnunni. Sett voru sérstök lög um ófrjósemisaðgerðir til að sporna við óæskilegum þungunum hjá konum með þroskahömlun. Fólk með þroskahömlun var valdalaust gegn þessum lögum sem sett voru vegna lítillar þekkingar og skilnings á fólki með þroskahömlun.
    Viðhorf fór að breytast og breytingar urðu á búsetumálum fólks með þroskahömlun. Læknisfræðilega sjónarhornið er á undanhaldi, þó það hafi enn sterk ítök. Félagsleg sjónarhorn voru komin upp svo og viðhorfsbreyting gagnvart fólki með þroskahömlun. Á þessum tíma voru kynnt til sögunar tvenn ný sjónarmið, breska félagslega líkanið og norræni tengslaskilningurinn. Almenningur fór að horfa meira á einstaklinginn og tengja fötlunina við umhverfið en ekki við einstaklinginn sjálfan.
    Lögin fóru að breytast í takt við viðhorfsbreytingarnar og þá hugmyndafræði sem fór að mótast upp úr áttunda áratugnum. Lögin um ófrjósemisaðgerðir voru felld úr gildi á þessu tímabili. Breytingarnar sjást glöggt á orðnotkun í sambandi við fólk með þroskahömlun. Fyrst var talað um fávita og vangefna, síðar kom þroskaheftur og nú síðast fatlaður. Hugtök í líkingu við eðlilegt líf og samfélagsþátttöku fóru að ryðja sér til rúms í samfélaginu. Fyrsta sambýlið var sett á laggirnar og fólk fór að geta haft áhrif á líf sitt þó enn hafi það verið að takmörkuðu leyti. Þótt viðhorfin hefðu breyst og meiri skilningur hafi ríkt í samfélaginu hafði stofnannamenninginn elt starfsmennina inn á sambýlin.
    Staðan í dag. Lögin hafa hugsanlega ekki breyst mikið frá árinu 1992 en miklu hefur verið áorkað síðan þá. Lagt er meira upp úr einkarými einstaklingsins og horft er á þjónustuþörf hans frekar en að einblína á hvað hentar heimilinu. Sjálfsákvörðunarréttur og valdefling eru ein mikilvægustu hugtök fötlunarfræðinnar og eru þau skoðuð.

Samþykkt: 
  • 7.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf336.41 kBLokaðurHeildartextiPDF