is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39674

Titill: 
  • Að læra í gegnum verklega reynslu : um nám í bifvélavirkjun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er lokaverkefni til B.Ed gráðu í verk- og starfsmenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að skoða leiðir sem henta betur við kennslu í bifvélavirkjun sem gerir það áhugaverðara og veldur því að það festist betur í minni nemenda heldur en með bóknámsaðferðum sem notaðar eru í ríkari mæli í dag. Nemandinn verður um leið betur í stakk búinn til að takast á við þær öru breytingar sem eru að eiga sér stað í bílaiðninni í dag. Kennsluaðferðin auðveldar þeim líka að tileinka sér nýjungar þegar þeir hefja störf.
    Í ritgerðinni er gerð grein fyrir því hvernig nám í bifvélavirkjun er uppbyggt í dag, hvaða kennsluaðferðir eru notaðar og hvernig námsmat er framkvæmt. Að auki gerir höfundur grein fyrir kennslu í tveimur áföngum í bifvélavirkjun þar sem markmið kennslunnar er að þroska færni og skilning nemenda bæði í gegnum bóklegt og verklegt nám. Verklega þættinum er ætlað að dýpka skilning og nemenda, setja bóklega þætti í eðlilegt samhengi og þroska innsæi þeirra.

Samþykkt: 
  • 5.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að læra í gegnum verklega reynslu.pdf504.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_lokaverkefni_10.03.19.pdf252.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF