is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39676

Titill: 
  • Skipulagðar söngstundir í leikskólum : getur söngur nýst sem leið til læsis?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt jákvæð tengsl á milli tónlistar og lestrar og að tónlistin geti verið gott hjálpartól til að auka við byrjendalæsi í leikskólum sem skili sér í formlegu lestrarnámi síðar. Í þeim leikskólum, þar sem höfundur hefur unnið, hefur farið fram óformleg kennsla í tónlist og aðaláherslan verið á sönglög og hreyfingar með sönglögum. Markmið þessa verkefnis er að skoða hvernig leikskólalög má nota markvisst sem kennslutæki með þriggja til sex ára leikskólabörnum til þess að ýta undir lestrarfærni þeirra. Þetta er gert með því að skoða þrjá þætti sem taldir eru hafa sterk áhrif á lesfærni: Hljóðkerfisvitund, orðaforða og rím. Skoðað verður hvernig hægt er með einföldum sönglögum að efla þessa þrjá þætti. Einnig er í ritgerðinni vísir að hugmyndabanka, út frá fræðunum, með sérstökum sönglögum ætlaður leikskólakennurum til að efla þætti sem teljast forsendur þess að ná færni í lestri. Niðurstaða ritgerðarinnar er að nota megi sönglög til þess að þjálfa hljóðkerfisvitund, orðaforða og rím. Vísað er til rannsókna sem sýna að þessir þrír þættir séu mikilvægar forsendur lesturs. Að mati höfundar er söngur tilvalin leið fyrir leikskólastigið til þess að efla grunnfærni leikskólabarna til að ná tökum á lestri síðar meir og starfsfólk leikskóla ætti að fá meiri stuðning til að geta sinnt þessari mikilvægu þjálfun.

Athugasemdir: 
  • Vefsíðan sem sett er inn er hluti af lokaverkefninu.
Samþykkt: 
  • 5.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39676


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil Hanna.pdf591.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - skannað blað.pdf277.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF