is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39677

Titill: 
  • Áhrif COVID-19 á störf þroskaþjálfa á heimilum fatlaðs fólks : „Þú stimplar þig ekkert út sem þroskaþjálfi, þú bara ert það“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Óhætt er að segja að heimsfaraldur COVID-19 hafi haft áhrif á líf flestra ef ekki allra. Markmið mitt með þessari ritgerð er að varpa ljósi á þær breytingar sem urðu á starfi þroskaþjálfa á heimilum fatlaðs fólks í kjölfar heimsfaraldursins. Ritgerðin er í tveimur hlutum, í fyrri hlutanum fer ég yfir fræðilegar heimildir og sögulega þróun bæði í málefnum fatlaðs fólks og á störfum þroskaþjálfa og greini frá hlutverkum þroskaþjálfa á heimilum fólks. Í seinni hluta ritgerðinnar segi ég frá COVID-19 og þeim afleiðingum sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér og mun ég greina frá viðtölum sem ég tók við tvo þroskaþjálfa sem störfuðu sem forstöðumenn á heimilum fatlaðs fólks í mars árið 2020 þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig hér á landi.
    Frá því að þroskaþjálfar byrjuðu að starfa á heimilum fatlaðs fólks hefur aðaláhersla starfsins verið að efla sjálfstæði og samfélagsþátttöku og tryggja mannréttindi. Með tilkomu COVID-19 umturnaðist starfið og þeirra helsta markmið varð að halda fólki sem mest heima. Það er vandmeðfarið að útskýra fyrir fólkinu hvers vegna er verið að stöðva einfaldar athafnir daglegs lífs sem þau eru vön að fá hvatningu og stuðning við, eins og að mæta til vinnu eða fara út í búð. Það þarf að nálgast þessar breytingar á nærgætinn hátt en þrátt fyrir erfiða tíma eru báðir þroskaþjálfarnir sammála um að starfið hafi gengið vonum framar og margt gott hafi komið út úr heimsfaraldrinum.
    Lítið hefur verið skrifað um áhrif COVID-19 á störf þroskaþjálfa þar sem viðfangsefnið er tiltölulega nýtilkomið. Mikilvægt er að deila þeirri reynslu sem þroskaþjálfar hafa öðlast á þessum fordæmalausu tímum. Þannig er hægt að byggja á henni ef svipaðir tímar eiga sér stað aftur og læra margt af þeim neikvæðu og jákvæðu áhrifum sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér og nýta áfram í störfum þroskaþjálfa.

Samþykkt: 
  • 5.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf53.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA Ritgerð.pdf589.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna