is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39682

Titill: 
  • Er ekkert pláss fyrir mig lengur? : greinargerð ásamt barnabók um tilfinningar barns þegar stjúpfaðir bætist í fjölskylduna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta samanstendur af fræðilegri greinargerð auk barnabókarinnar Stjúppabbi minn: Tilfinningar Júlí þegar Stefán bætist í fjölskylduna sem hentar börnum á aldrinum 3—6 ára. Markmið bókarinnar er að auka fræðslu til umönnunaraðila og barna um þær tilfinningalegu breytingar sem geta átt sér stað þegar barn fær stjúföður inn á heimilið. Með fræðilegu greinargerðinni viljum við meðal annars færa rök fyrir því hvers vegna málefni um tilfinningar barna í stjúpfjölskyldum varð fyrir valinu og hvers vegna barnabók var best til þess fallin að koma þeim upplýsingum til skila. Lestur bóka fyrir börn hefur margvíslegan ávinning. Hann gefur börnum tækifæri til að veita tilfinningum sínum athygli og vinna úr þeim en einnig ýtir lestur undir færni þeirra að geta sett sig í spor annarra. Rannsóknir á lestri með og fyrir börn sýna að bækur geta opnað augu barna fyrir margbreytileika lífsins og því þótti okkur tilvalið að skrifa bók um stjúptengsl þar sem um það bil þriðjungur barna verður hluti af stjúpfjölskyldu fyrir 18 ára aldur. Rannsóknir sýna einnig fram á að leiðandi uppeldishættir, góð tengsl og samskipti eru verndandi þættir þegar kemur að líðan barna líkt og þegar þau ganga í gegnum þær breytingar að fá stjúpföður í fjölskylduna.

Samþykkt: 
  • 6.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er ekkert pláss fyrir mig lengur? HRG og MÁG .pdf362.74 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Bókin, Stjúppabbi minn, Tilfinningar Júlí þegar Stefán bætist í fjölskylduna.pdf3.03 MBLokaður til...31.12.2099BókPDF
yfirlýsing HRG og MÁG.pdf162.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF