is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39683

Titill: 
  • Ávinningur leiðsagnarnáms : viðhorf og námsárangur nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi er börnum að jafnaði skylt að sækja grunnskóla í 10 ár og er grunnskólanum ætlað að taka mið af þörfum hvers og eins, efla ábyrgð nemenda á eigin námi og stuðla að því að hver nemandi nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur og öðlist trú á eigin getu. Kennsluhættir og skipulag skólastarfsins verður því að taka mið af þeirri skyldu grunnskóla að sjá nemendum fyrir bestu tækifærum til náms. Það getur reynst flókið verkefni að koma til móts við þær kröfur sem á skólanna eru settar og stuðla að árangursríku námi hvers nemanda. Því skiptir miklu máli hvaða hugmyndafræði ríkir innan veggja skólans og hvernig staðið er að skipulagi náms og kennslu.
    Í þessari ritgerð er fjallað um hugmyndafræði leiðsagnarnáms og það hvernig áhersluþættir þess geta stuðlað að árangursríku námi og komið til móts við þær kröfur sem settar eru á skólastarfið. Niðurstöðurnar benda til þess að leiðsagnarnám stuðli að aukinni trú nemenda á eigin getu, bættu viðhorfi þeirra gagnvart eigin námi og hafi jákvæð áhrif á námsárangur nemenda. Eins virðist leiðsagnarnám stuðla að því að grunnskólar landsins mæti þeim kröfum sem grunnskólalög og Aðalnámskrá grunnskóla setja þeim og sýna niðurstöður jafnframt að námsmatsaðferðir og endurgjöf í anda leiðsagnarnáms skili góðum árangri. Það er því til mikils að vinna og sýna niðurstöðurnar fram á að ávinningur leiðsagnarnáms sé mikill ef vel er að staðið.

Samþykkt: 
  • 6.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39683


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ávinningur leiðsagnarnáms - Hrannar Rafn Jónasson.pdf387.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_Hrannar.pdf172.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF