Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39685
Í verkefninu er fjallað um skóla án aðgreiningar og útfærslu stuðnings við nemendur í formi sérkennslu og hvaða áhrif slík útfærsla hefur á félagsfærni þeirra. Um er að ræða rannsóknarritgerð þar sem gagna var aflað úr fyrirliggjandi heimildum um félagsfærni fatlaðra nemenda og mikilvægi þess að fylgja félagsfærni þeirra barna eftir þar sem dregur úr félagsfærni þeirra eftir því sem þau færast nær miðstigi. Leitað er svara við því hvernig útfærsla stuðnings getur hindrað eða stuðlað að félagsfærni fatlaðra nemenda og hvernig hægt sé að efla félagsfærni fatlaðra barna innan skóla án aðgreiningar með fulla þátttöku að leiðarljósi. Niðurstöður benda til þess að í sérkennslu felist aðgreining sem getur haft neikvæð áhrif á félagsþroska og félagsfærni nemenda. Mikilvægt er að nemendur fái að upplifa tengsl við nærumhverfi sitt með sínum bekkjarfélögum. Skipuleggja þarf kennsluna þannig að allir geti náð árangri og geti tekið þátt í starfi bekkjarins. Jákvætt viðhorf og vilji í samstarfi er því mikilvægur þáttur innan skólasamfélagsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 248.15 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
lokaritgerð lokaskjal PDF.pdf | 341.8 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |