Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39687
Ritgerðin fjallar um orðaforðakennslu með aðferðum sjónrænnar söngstundar. Meirihluti barna eru umvafin tónlist frá fyrstu stundu en hún vekur upp sterk tilfinningaviðbrögð og styður jákvæð félagsleg samskipti. Söngstundir á leikskólum er gott innlegg í kennslu til þess að auka orðaforða barna og þjálfa hljóðkerfisvitund þeirra. Það er meðal annars vegna þess að tónlist dregur fram mismundandi eiginleika kveðskapar og ljóðagerðar eins og rím, stuðla og fjölda atkvæða. Söngur er ekki einungis bundinn við skipulagðar söngstundir, börn endurtaka söngtexta gjarnan í leik sínum hvort sem það er á leikskóla eða heima. Orðaforði er undirstöðuatriði fyrir málþroska barna og málskilning , sem er mikilvægur til þess að börn séu fær um að tjá þarfir sínar, tilfinningar og langanir. Auk þess leikur málþroski stórt hlutverk í lestrarnámi barna. Málskilningur og stærð orðaforða þeirra skiptir höfuðmáli þegar kemur að lesskilningi. Frá því að barn fæðist er það að safna orðum í orðaforða sinn en megingrunnur er lagður fyrir framtíðina á leikskólaárunum. Þess vegna er örvun orðaforða í leikskóla mikilvæg fyrir orðaforða ungra barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir - Lokaritgerð, sjónrænar söngstundir.pdf | 1.38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 126.87 kB | Lokaður | Yfirlýsing |