is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39688

Titill: 
  • Þökk sé Covid : varðveiting á jákvæðum afleiðingum heimsfaraldurs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fordæmalausir tímar geta boðið upp á ný tækifæri og nýjar nálganir. Það var margt sem hægt var að gera, þökk sé Covid. Samfélagið allt hægði á sér. Fólk neyddist til þess að hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma, því daglegt líf var nú öðruvísi en áður. Þetta lokaverkefni ber heitið Þökk sé Covid og skiptist í fræðilega greinagerð og rafræna afurð. Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á þær jákvæðu afleiðingar sem heimsfaraldur hafði í för með sér og veita fólki innblástur. Með því að leggja áherslu á allt það góða gefst okkur tækifæri til að varðveita það sem viskubrunn til framtíðar og minnast ljúfra minninga þegar litið er til baka. Afurðin fólst í því að búnar voru til tvær samfélagsmiðlasíður, á Instagram og Facebook, undir nafninu Takk Covid til þess að skrásetja jákvæðar hliðar COVID-19. Auglýst var eftir jákvæðum reynslusögum fólks á fyrrgreindum miðlum og þessum frásögnum síðan deilt með almenningi. Bætt samskipti fólks, aukin hreyfing, meiri útivera og seigla var það sem einkenndi frásagnirnar helst. Í þessari greinagerð er fjallað um nokkra þætti sem höfðu áhrif á fólk í heimsfaraldrinum og komu einnig fram í aðsendu frásögnunum.
    Eftirfarandi rannsóknarspurning var höfð að leiðarljósi: Hvað fór fólk að gera jákvætt, þökk sé Covid?
    Lykilorð: Covid-19, jákvæðni, seigla, samfélagsmiðlar, tómstundir, frítími, andleg heilsa, líkamleg heilsa, lýðheilsa, lífsleikni.

Samþykkt: 
  • 6.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39688


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þökk sé Covid greinagerð lokaeintak.pdf2,75 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Þökk sé Covid afurð - pdf.pdf31,01 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Ingveldur Gröndal.pdf2,83 MBLokaðurYfirlýsingPDF