is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39691

Titill: 
  • Einkenni góðra smáforrita fyrir leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Upplýsingatækni er komin til að vera og þarf skólafólk að kynna sér hana eins vel og hægt er til að geta nýtt hana í kennslu. Óteljandi smáforrit eru til og er það hafsjór fyrir kennara að fara í gegnum fyrir kennara til að velja þau sem henta best. Til eru nokkrir matslistar sem geta hjálpað kennurum að velja rétt smáforrit en óskandi væri að til væru enn fleiri og smáforritin væru betur flokkuð niður til að kennarar þurfi ekki að eyða óþarfa tíma í leit. Fjallað er um hvernig hægt sé að nota upplýsingatækni í kennslu með börnum á leikskólaaldri. Tólf smáforrit sem notuð eru víða hérlendis voru valin og metin eftir aðlöguðum matslista frá Kathy Schrock. Þar kemur fram hvernig forritin eru kennslufræðileg. Hvað einkennir smáforrit í kennslu með leikskólabörnum og einnig verður farið inn á kosti og galla smáforrita í kennslu með börnum. Það er kostur ef smáforrit eru á tungumáli sem barnið skilur svo það geti unnið sjálfstætt í forritinu og forritið sé notendavænt. Endurgjöf er einnig kostur svo kennarar eða foreldrar geti séð framfarir hjá börnunum og einnig þá þætti sem barnið þarf að þjálfa betur. Forritið þarf að vekja áhuga hjá börnum svo það sæki í að vinna meira í forritinu og hægt sé að stilla forritið eftir þörfum barna. Forritin sem skoðuð eru í ritgerðinni hafa flest eitthvað af þessum kostunum en ekki endilega alla.

Samþykkt: 
  • 6.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39691


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf53.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Einkenni góðra smáforrita fyrir leikskóla.pdf525.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna