Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39693
Kulnun hefur verið mikið í umræðunni í íslensku samfélagi á síðast liðnum misserum þótt að fyrirbærið teljist seint sem nýtt á nálinni. Þróun starfa á 21. öldinni hafa gert það að verkum að margir upplifa ekki skýr skil á milli vinnu og einkalífs. Það ásamt fleiri ástæðum gera það að verkum að fólk upplifir mikla streitu og sé ekki fundin leið til að stýra henni þá er áhætta að fólk falli í kulnun. Lokaverkefnið er tvískipt og skiptist í fræðilega greinargerð og í námskeiðshandrit að námskeiðinu Að auðga anda sinn fyrir fólk í áhættuhópi kulnunar. Greinargerðin fjallar um kulnun, áhrif hennar og áhrifaþætti ásamt því að taka fyrir tómstundir, áhrif virkrar tómstundaiðkunar og leiðir til að nota tómstundir til að aðskilja vinnu og einkalíf. Síðasti kafli greinargerðarinnar fjallar um fræðilegar undirstöður námskeiðsins Að auðga anda sinn. Markmið verkefnisins er að leita leiða til að nýta tómstundir gegn álagi í starfi og skapa úrræði í forvarnarskyni gegn kulnun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinargerð_Tómstundir_gegn_kulnun_Jóna_Guðbjörg_Ágústsdóttir.pdf | 519.26 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Námskeiðshandrit_Að_auðga_anda_sinn_Jóna_Guðbjörg_Ágústsdóttir.pdf | 1.6 MB | Lokaður til...05.05.2031 | Námskeiðshandrit | ||
YfirlýsingRétt_Jóna_Guðbjörg_Ágústsdóttir.pdf | 204.28 kB | Lokaður | Yfirlýsing |