Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39694
Íslenskt samfélag hefur þróast í fjölmenningarsamfélag á stuttum tíma en innflytjendum hefur fjölgað mikið hérlendis á síðustu 20 árum. Rannsóknir hafa sýnt að börn og ungmenni af erlendum uppruna standa verr að vígi félagslega en íslenskir jafnaldrar þeirra og eru óvirkari í þátttöku í tómstundum. Þetta er þróun sem þarf að sporna gegn með því að virkja börn og ungmenni af erlendum uppruna til þátttöku í tómstundastarfi. Í þessu verkefni er leitast eftir að kanna mikilvægi þess að ungmenni með erlent ríkisfang taki þátt í félagsmiðstöðvarstarfi og möguleg jákvæð áhrif þess. Skoðuð var þátttaka ungmenna í félagsmiðstöðvarstarfi í Reykjanesbæ til að kanna virkni þeirra en um 13% barna í grunnskólum Reykjanesbæjar eru af erlendum uppruna. Notast var við fyrirliggjandi gögn frá félagsmiðstöðinni Fjörheimum. Aðeins 21% ungmenna af erlendum uppruna taka þátt í starfinu og eru þau um 17% af heildarfjölda þátttakenda. Fjallað verður um verkefnið Allir með! sem er samfélagsverkefni á vegum Reykjanesbæjar. Verkefnið stuðlar að jöfnum tækifærum barna til að tilheyra samfélaginu og taka þátt. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst við framþróun fjölmenningarmála í Reykjanesbæ og einnig sem brú yfir þá félagslegu gjá sem er á milli ungmenna af ólíkum uppruna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Julia_lokaritgerd_skemma.pdf | 878,23 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.jpg | 53,88 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |