is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39696

Titill: 
  • „Við verðum að vinna til þess að fá pening inn á heimilið fyrir fjölskylduna okkar“ : áhrif langrar vinnuviku á samverustundir foreldra og barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta er B.A. verkefni til prófs í Uppeldis- og menntunarfræði á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Verkefninu er skipt upp í tvo hluta. Fyrri partur verkefnisins er fræðileg umfjöllun en í þeirri seinni eru eigindlegar rannsóknaraðferðir, niðurstöður rannsóknarinnar og umfjöllun rannsóknar sem rannsakandi framkvæmdi í febrúar 2021. Í fræðilega hluta verkefnisins er fjallað um fjölskyldulíf, samverutíma foreldra og barna, síðan er rætt um kynjamun á ummönnun og uppeldi barna. Í framhaldi að því er fjallað um vinnutíma foreldra og barna, langa leikskóladvöl barna og að lokum styttingu vinnuvikunnar. Rannsóknin er miðuð við Hafnarfjarðarbæ vegna nýrra reglugerða á hámarksviðverutíma barna í leikskólum bæjarins.
    Rannsókn þessi er eigindleg viðtalsrannsókn. Við gagnagreiningu leitar rannsakandi eftir upplýsingum og svörum við rannsóknarspurningunni: Hvernig hefur styttri vistunartími barna í leikskóla áhrif á líðan og samveru foreldra og barna? Niðurstöður leiddu í ljós að foreldrar voru sammála um að viðverutími barna þeirra stýrðist af þeirra eigin vinnutíma. Foreldrar vildu samt gjarnan hafa styttri viðverutíma sem fjárhagslegar aðstæður buðu ekki upp á. Ábyrgðin gagnvart börnum, bæði heima fyrir og í leikskóla, lá mikið á móðurinni þar sem mæðurnar virtust fremur sækja í fjölskylduvænni störf sem buðu upp á meiri sveigjanleika.

Samþykkt: 
  • 6.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Júnía Kristín Sigurðardóttir.pdf447.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemma skjal.pdf78.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF