is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39705

Titill: 
  • Bætt samskipti - betri heimur : heimspekileg samræða og grunnskólinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa lokaverkefnis er að skoða hvernig hægt er að efla samskiptahæfni barna með heimspekilegri samræðu. Ritgerðin er fræðileg heimildaritgerð þar sem stuðst var við fyrirliggjandi gögn en þó með eigindlegu ívafi. Tekin voru viðtöl við nokkra kennara með reynslu af því að nota heimspekilega samræðu í kennslu til að fá innsýn þeirra í aðferðafræðina. Heimspeki snýst um mannlega breytni og mannleg samskipti er stór uppeldisþáttur í hverjum skóla. Sjálfsmynd barna byrjar snemma að þróast, hún verður til í samskiptum við aðra og mótast af þeim skilaboðum sem börnin fá frá þeim sem þau umgangast. Því er mikilvægt að efla góð samskipti og gagnrýna hugsun hjá börnum. Í samræðunni þurfa börnin að hugsa upphátt og þannig gera þau sér betur grein fyrir því hvernig þau hugsa. Niðurstöður benda til þess að heimspekileg samræða efli félagshæfni barna, gagnrýna hugsun og samskiptahæfni. Börn öðlast þannig betri borgaravitund og fara með meiri skilning á sjálfum sér og öðrum út í lífið eftir grunnskólann. Með bættum samskiptum bætum við heiminn og heimspekilegar samræður grunnskólabarna gætu sannarlega verið ein leið til þess.

Samþykkt: 
  • 10.8.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bætt samskipti - betri heimur.pdf488.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf163.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF