Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39708
Þetta verkefni er hluti af 10 ETC lokaverkefni til B.Ed.- prófs með áherslu á list- og verkgreinar við deild faggreinakennslu, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Verkefnið er tvískipt og samanstendur af greinargerð annars vegar og verkefnum sem styðja við jafnréttisfræðslu í myndmennt hins vegar. Í þessu verkefni er hugtakið jafnrétti tekið fyrir, skoðað er fyrir hvað það stendur og hvernig hægt sé að flétta jafnréttiskennslu inn í myndmenntakennslu í grunnskóla. Nokkur verkefni fylgja með greinargerðinni og snúast þau öll um jafnrétti en þau eru í senn skapandi og fræðandi og eru ætluð fyrir nemendur í fimmta til sjöunda bekk. Jafnrétti er einn af sex grunnþáttum menntunar og er afar mikilvægt að í öllum grunnskólum sé öflug og markviss fræðsla um jöfn réttindi fólks.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Verkefnahefti- B.Ed.pdf | 557.01 kB | Opinn | Verkefnahefti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-fyllt ut.pdf | 253.2 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
B.Ed ritgerð-LOKASKIL-lan7@hi.is.pdf | 457.85 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |