Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39711
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs í leikskólakennarafræðum á menntavísindasviði við Háskóla Íslands. Markmiðið er að auka skilning á ábyrgð og hlutverki deildarstjóra og hve víðamikið starfið er. Við höfum báðar starfað sem deildarstjórar í nokkur ár og var þetta efni því fyrir valinu. Aflað var upplýsinga bæði í bókum, af netinu, úr tímaritum og af heimasíðum. Einblínt verður á starf deildarstjóra, vinnustaðamenningu, stjórnunarstíla og hvaða stuðning deildarstjóri þarf að fá frá leikskólastjóra. Í ritgerðinni verður einnig sagt frá því hvers vegna það er mikilvægt að skoða starf deildarstjóra. Helstu niðurstöður eru þær að styðja þurfi meira við deildarstjórann og að það þurfi að vera skýrt hvert hans starf og hlutverk er innan leikskólans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bed - samskipti.pdf | 557,74 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
1288_001.pdf | 54,1 kB | Lokaður | Yfirlýsing |